23.6.2007 | 12:47
Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (10 af 11)
Einn morguninn þegar yfir-Risinn var að reyna að skoða bókhaldið í fína bókhaldskerfinu sem heitir víst SAPPA eða eitthvað svoleiðis, þá sá hann ekkert annað en tap sama hvernig hann barði á lyklaborðið, allar tölur voru í mínus. Hann hallaði sér aftur í stólnum og hugsaði, er einhver nýr Svenni kominn í vinnu hjá okkur. Óðara var kallaður til starfsmannastjóri Risans og hann spurður. Ekki benda á mig sagði hann ég hef engan ráðið. Þá kom þar stelpan sem skúrar gólfin og sagði, í gær þegar ég var að skúra datt mér í hug að athuga bókhaldið, ég geri það stundum ef ég er búin snemma. Þá held ég að tölvan hafi frosið eða eitthvað svoleiðis. Það var bara tap á öllu sama hvað ég gerði. Yfir-Risinn horfði á ræstinguna og svo á starfsmannastjórann. Hóf upp vísifingur hægri handar og benti á ræstingun, en horfði á starfsmannastjórann, þessi stelpa á annað hvort að fara á stundinni eða fá kauphækkun. Starfsmannastjórinn sem hafði átt smá vingott við stelpuna hugsaði sig um um stund og sagði svo, ja Dabbi fékk 200 kall um daginn í kauphækkun. Er það ekki bara ágætt ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.