Risinn ævintýri fyrir fortíðarbörn (11 af 11 )

Yfir-Risinn horfir á skjáinn, en hvað með þetta frost er ekki hægt að þíða þessa tölvu, eða allavega að minnka í henni frostið?

Þá þurfum við að hafa samband við FRANZA þeir sjá um þetta fyrir okkur segir starfsmannastjórinn. Hver á það segir yfir-Risinn. Við eigum það víst segir ræstingin. Hvernig veist þú það ? Ég sá það í bókhaldinu um daginn segir ræstingin. Yfir-Risinn horfir hugsi út um gluggan á kontornum, svo segir hann, hver á þennan jeppa þarna úti ?. Helvíti flottur bíll maður og bendir á jeppann sem er fyrir utan gluggan. Þetta er nú jeppinn þinn segir ræstingin. Nú er það segir yfir-Risinn, ég skal segja ykkur það. Hann snýr sér að ræstingunni veist þú bara allt eða hvað ?  Spyr svo ræstinguna, hvað mundir þú gera í þessu með frostið í tölvunni minni ? ef þú réðir einhverju.  Engin spurning segir ræstingin, ég mundi sameina þetta FRANZA og gera að deild í Risanum. Þá væri örugglega hægt að losa sig við eitthvert óþarfa pakk af launaskránni og það sem er ennþá betra, er að þá gætir þú bara hringt í innanhúsnúmer og fengið þíðu í vélina. Yfir-Risinn hugsar, hvað er ég eiginlega að gera með þennan starfsmannastjóra og hvað með alla ráðgjafana hjá Drullu og Túss, ræstingin getur þetta alltsaman og miklu meira.

Búið allavega í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband