30.6.2007 | 21:33
Sund og braut
Eina ferðina enn er Sundabraut kynnt fyrir íbúum Grafarvogs. Það er búið að tala og tefja í fimmtán ár um Sundabraut, sem er laungu tímabært að væri komin í gagnið. Þegar Ingibjörg var borgarstjóri var kynning, og meðal annars sagt að ekki yrði neitt af framkvæmdum nema í sátt við íbúa Voga og Grafarvogs. Íbúarnir höfðu jafn margvíslegar skoðunir á því hvar Sundabraut ætti að liggja í náttúrunni eins og þeir sem tjáðu sig. Bla bla bla, ekkert meir. Því næst var Þórólfur gerður að borgarstjóra. Enn ein kynning á Sundabraut í Rimaskóla, mættir fulltúar frá Vegagerðinni ásamt borgar fulltrúum, þar var sagt ekkert verður gert án samráðs við íbúana, bla bla bla, ekkert meir. Í blöðunum mátti sjá háfleigar hugmyndir um hábrú frá Kirkjusandi yfir á Geldinganes, hún yrði ekki ófær nema fáa daga á ári ! og stranglega bannað að hjóla yfir hana allt árið. Hugmyndin var að sjálfsögðu kynnt af Stefáni J Hafstein sem fáum dögum fyrr hvatti menn og konur til að hjóla í vinnuna. Einnig var greint frá hugmynd um jarðgöng frá Kleppsholti yfir í Gufunes. Þeirri hugmynd fylgdi smá athugasemd frá Vegagerðinni sem var, að göng yrðu talsvert dýrari en svokölluð eyjaleið, en ef Borgarbúar væru til í að greiða mismuninn þá gæti Vegagerðin látið skoða málið. Að vísu yrðu göngin að vera tvenn fyrir bílaumferð og svo þriðju göngin svonefnd öryggisgöng fyri gangandi fólk ef óhapp yrði í akstursgöngum, að sjálfsögðu stranglega bannað að hjóla í göngunum, bla bla bla ekkert meir. íbúarnir tóku til máls á þeirra máli mátti helst skilja að þeir vildu komast heim til sín í Grafarvoginn á sem stystum tíma, en það mátti ekki vera umferð framhjá heimilum þeirra, umferðin átti bara að vera greið en ekki framhjá hjá mér !Nú eina ferðina enn var verið að kynna Sundabraut fyrir íbúum Grafarvogs, sama bullið um göng sem ekki máhjóla í gegnum, Hefur verðið lækkað? eða er tilboð Vegagerðarinnar enn að Reykjavíkurborg greiði svo sem 4-6 milljarða fyrir götin ? Ekki minnst einu orði á hve mörg göng yrði að bora. En eins og í fyrri kynningum var sagt að þegar búið væri að ákveða hvaða leið yrði farin í samráði við íbúana, þá gæti umhverfismat hafist. Bla bla bla. Spurningin er verður eitthvað gert ? Jú nýjustu fréttir eru að fundin er alveg splunku ný eyjaleið sem Gísli Marteinn fann alveg fyrir einskæra tilvilun. Það er áræðanlega eina leiðin sem honum finnst vera þess virði að láta umhverfismeta, svo hún fylgir með í umhverfismats pakkanum rétt si svona. Hvernig er það, er hægt að vitleysisjafna þetta á einhvern hátt, svipað og álverin vilja gera með kolefnisjöfnun.?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.