ENERGI ævintýri fyrir framtíðarbörn 2 af 8

Svo líður tíminn. Blýantanagarinn í Svartakastala kveikir græna ljósið kippt er í nokkra spotta. Bármann kallar saman fund það er, hringir í Kalla og biður hann að líta við í bankanum við hentugleika. Kalli er í útlöndum en lofar að koma við í bankanum þegar hann kemur heim. Allar góðar utanlandsferðir enda einhverntíma, þannig var með þessa. Þegar Kalli er kominn til landssins skreppur hann í bankan til Bármanns. Kalli spyr er eitthvað að frétta af þessu orku eitthvað ?  Ég er nú hræddur um það segir Bármann, ég kippti í nokkra spotta og við það varð til áhugi hjá þremur sveitalubbum á að selja, Víkurgrind, Gerðissandur og Fossasel vilja óðir selja. Þeir segjast geta borgað allar skuldir og búið til ráðhús og alles ef þeir fá að selja. Hvað er þetta mikið segir Kalli? Það er þó nokkuð og alla vega fín byrjun segir Bármann, svo svælum við meira út úr hinum sem ekki eru tilbúnir alveg strax, og verðum komnir með ráðandi hlut eftir eitt til tvö ár.Hvað með Bjögga spyr Kalli ? Við bíðum með hann í bili getum alltaf boðið honum ef okkur langar til. Eigum við ekki að skreppa á Holtið það er svo helvíti gott koníakið þar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband