18.7.2007 | 14:15
ENERGI ævintýri fyrir framtíðarbörn 5 af 8
Svo líða mánuðir. Bjöggi sem fékk ekki að vera með hefur verið að kaupa hluti svona smá saman og er nú kominn með 46 prósent af þeim 49 sem voru í eigu hinna sveitalubbana sem ekki vildu selja á sínum tíma. Nú skrifar Bjöggi fíflunum og bíður tvöfalt verð miðað við það sem þeir keyptu á af Energi Geysir. Fíflin selja öll sem eitt, enda eru þetta bara kjósendur. Nú er Bjöggi kominn með 51 prósent, og segir við Kalla og Bármann. Jæja piltar ég á orðið meira en þið og heimta þrjá í stjórn. Bármann og Kalli ráða ekki við Bjögga svo þeir hugga sig bara á Holtinu með koníaki. Hvað eigum við nú að gera segir Kalli ? Það er nú það segir Bármann, gæti verið að við ættum að bjóða Bjögga að gera yfirtökutilboð í Energi Geysir, miðað við það sem ég heyrð hjá einu fíflinu þá ættum við að græða einhver hundruð milla ef hann er tilbúinn að kaupa á verðinu sem fíflin seldu á. Hringjum í kauða og viðrum þetta við hann segir Kalli. En hvað með blýantanagarann í Svartakastala segir Bármann verðum við ekki að stinga einhverju að honum svo þetta klúðrist ekki. Jú ég redda því segir Kalli, nokkra miða á saga klass það dugir áræðanlega. Þá er að hringja í Bjögga. Bjöggi er kurteis og segist vera velviljaður fólkinu í landinu og myndi hugsa fyrst og fremst um hag þess ef hann keypti Energi Geysir af þeim Kalla og Bármann. Flott byrjun sagði Bármann þegar símtalinu lauk við Bjögga. Skál sagði Kalli, þjónn meira koníak.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.