19.7.2007 | 14:56
ENERGI ævintýri fyrir framtíðarbörn 6 af 8
Bjöggi er ekkert að flýta sér hann veit sem er að Bármann og Kalli ætluðu að hækka heita vatnið og rafmagnið áður en þeir byðu Energi Geysir til sölu. Best að leyfa þeim að svitna svolítið hugsar Bjöggi. Um síðir boðar Bjöggi þá Bármann og Kalla á fund. Bjöggi heldur sína fundi í höfuðstöðvunum og þar er bara boðið uppá kristal eða kranavatn. Þeir mæta þar Bármann og Kalli. Jæja strákar hvernig eigum við að hafa þetta segir Bjöggi, er 10 á hlut ekki hæfilegt ? Bármann horfir á Bjögga með opin munninn, hvað ertu að segja Bjöggi minn 10 á hlut ertu eitthvað verri maður, við stórtöpum á því er það ekki Kalli. Jú stórtöpum segir Kalli, ekki minna en 20 á hlut, allt annað er tómt rugl. Jæja segir Bjöggi ég bíð ykkur 15 á hlut og þið stórgræðið. Ég veit að þú keyptir af fíflunum á 16.2 á hlut svo þetta er ekki sanngjarnt segir Bármann. Nú hvernig veistu það? Þetta var allt í trúnaði milli fíflanna og mín segir Bjöggi. Sum fífl eru meiri fífl en önnur segir Bármann. OK segir Bjöggi ég kaupi þá af ykkur á 16.2 eins og af fíflunum. Má bjóða meiri kristal eða vatn segir Bjöggi. Nei takk sama og þegið segir Kalli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.