ENERGI ævintýri fyrir framtíðarbörn 7 af 8

Þannig eignaðist Bjöggi eitt stykki hitaveitu og eitt stykki rafveitu. Það var að vísu ekki Bjöggi í eigin persónu, heldur fyrirtæki hans sem keypti. Nú líður tíminn, Bármann og Kalli urðu moldríkir og snéru sér að öðrum bissness. Déskoti var þetta flott hjá okkur sagði Bármann þegar þeir Kalli hittust á Holtinu eftir að vera búnir að selja Bjögga. Hvað eigum við að gera við millurnar segir Bármann. Veit ekki segir Kalli, en ég er að hugsa um að kaupa eina Lyrjet nenni ekki að þvælast með áætlunarflugi lengur. Hinir farþegarnir eru alltaf að benda á mig og pískra eitthvað um lúxus, og þeir geta það þessir segja þeir og benda á mig. Ef þú kaupir aðra Lyrjet þá fáum við betri díl segir Kalli.

Þú segir það segir Bármann, en gætum við kannski keypt þessa rellu saman ? það væri ef til vill ekki svo vitlaust fyrir okkur tvo að eiga relluna saman ? Hugsum málið segir Kalli.

Skál, þjónn meira koníak.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband