ENERGI ævintýri fyrir framtíðarbörn 8 af 8

Tíminn líður allir á kafi í bissness og engin að hugsa um hag fíflanna í landinu sem láta húsin sín svelgja heyta vatnið og flóðlýsa hjá sér kofana minnst 100 kerti í hverju herbergi nema í stofunni þar er minnst kveikt á 200 kertum með dimmer.Dag einn í byrjun árs, það hefur verið óvenju kalt og mikið myrkur þá er smá frétt á jarðarfarasíðunni í Mogganum, ekki minnst á það í Blaðinu.ÓTNIT ÓÍR gerir yfirtökutilboð í fyrirtæki Bjögga. Svo er viðtal við Bjögga.  Blaðamaður, af hverju ertu að selja Bjöggi. Bjöggi, ég er orðin gamall og nenni þessu ekki lengur. Blaðamaður, það er nefnilega það til hamingju með söluna. Bjöggi, takk. Það lendir Súper-Lyrjet á vellinum þrír menn stíga út úr henni. Þeir halda rakleiðis í Svartakastala. Það veit enginn við hvern þeir vilja ræða í Svartakastala, ekki heldur um hvað þeir vilja ræða við þann sem engin veit hver er. En þegar þeir koma út úr Svartakastala leikur um varir þeirra tvírætt bros, sumir sögðu glott aðrir sögðu að einn þeirra hafi skellihlegið. Nú bruna þessir herramenn upp á Moggaskrifstofu til að biðja Moggann að hafa við sig viðtal. Þeir vilja ekki eyða pening í auglýsingu, miklu betra að láta Moggan sjóða saman frétt. ÓTNIT ÓÍR sem nýlega keypti Energi Geysi hefur ákveðið að selja Alcan sem er í eigu ÓTNIT ÓÍR allt það rafmagn sem þeir geta framleitt í orkuverum Energi Geysi. Verðið er trúnaðarmál. Þeir notendur sem hafa verið í viðskiptum við fyrirtækið bíðst þó áfram að kaupa rafmagn til lýsinga á híbýlum sínum á örlítið hærra verði, með þeim skilyrðum að þeir noti 50 kerta perur í staðin fyrir 100 kerta perur. Einnig verða sömu notendur að skuldbinda sig til að kaupa heitt vatna á 30 prósent hærra verði. Ef þeir taka ekki þessu kostaboði, þá bara skrúfum við fyrir vatnið og slökkvum ljósið hjá þeim. Þeir mega frjósa okkar vegna í myrkri og norðannæðingi.

Skál. Meira koníak takk.

Búið í bili, amen

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband