15.8.2007 | 10:47
STRÆTÓ BEEEESTUR ??
Þetta var sungið í eina tíð.
Allir með Strætó,
allir með Strætó.
Enginn með Steindóri,
því hann er svoddan voðalegur svindlari.
Flestir á eigin bíl í vinnu og búðir, af hverju ? Það kostar of mikið að fara í STRÆTÓ.
Það kostar eina evru ( 90 krónur) að fara í strætó í Brussel. Það kostar 0.8 evru ( 72 krónur ) að fara í strætó á Spáni.
Það kostar 280 kr. að fara í strætó í Reykjavík. !
Að meðaltali er akstur í vinnuna í Reykjavík og nágranna sveitafélugunum um 10 km.
Bensínlíterinn kostaði í ágúst. 2007, 123.40 hjá Atlandsolíu. Hóflega stór fjölskyldubíll eyðir 10 lítrum á hverja ekna 100 km. Það fer því einn líter af bensíni í að koma sér í vinnuna, og annan líter að koma sér heim. Þetta yrðu í krónum talið 246.80 Með strætó kostaði þessi rispa til og frá vinnu 560 krónur (á Spáni 1,6 evrur eða 144 krónur miðað við gengi evrunnar í ágúst. 2007 og í Brussel 2 evrur eða 180 krónur). Ef konan væri í vinnu og færi með elskulegum, þá kostaði ferðalagið fyrir þau bæði 1120 krónur í strætó, en 246.80 á einkabílnum.
Nú segja spekingarnir sem eru búnir að læra voða mikið hagfræði og viðskiptafræði í SúperGaggó á Melunum, og eru eldklárir í þríliðu og prósentureikningi, það er ekkert vit í þessu, þetta er bara bull. Það er ekki bara bensínkostnaðurinn sem gildir í þessu. Það kostar að eiga bíl, tryggingar, slit, afskriftir og viðgerðir. Þetta verður að reikna inn í dæmið það var okkur kennt í SúperGaggó. Því eiga allir að fara í strætó, og hana nú.
Við sem minna lærðum segjum afturá móti. Venjulegt fólk vill eiga bíl, hvað sem tautar og raular. Við viljum komast á Kárahnjúka, Hellisheiði eða hvert sem er til að mótmæla, ekki gengur strætó þangað. Við viljum líka komast á Þingvöll þegar almættinu þóknast að hafa sæmilegt veður, og ekki gengur stætó þangað.
Ef maður á bíl á annað borð, þá kosta trygginar og skattar það sama hvort heldur bíllinn er notaður eða ekki. Ef bíllinn er afturámóti látin standa óhreyfður, eru allar líkur til þess að viðgerðakostnaður verði mun hærri en ella. Bremsur festast, olían súrnar, liðir stirðna m.m. Annar kostur umfram strætó, við að fara á einkabílnum í vinnuna og til annara erinda er að maður fer þegar maður vill það sjálfur, óháður einhverju sem kallað er leiðakerfi sem sumir vilja kalla leiðindakerfi.
Þá segja Strætómenn. Við bjóðum uppá afsláttarkort allskonar, bæði miða sem auðvelt er að glata og viku og alls kyns mánaðarkort. Passaðu bara uppá að veikjast ekki á gildistíma þeirra, þú verður helst að fara tvær ferðir á dag eða meira til að það borgi sig að vera með svoleiðis kort. Þeir á Spáni og í Brussel bjóða líka uppá afsláttarkort.
Því eru þá strætóarnir tómir hér en fullir á Spáni og í Brussel ? Þar eiga menn líka bíla, en fara í vinnuna í strætó vegna þess að það kostar minna en einn lírti af bensíni.
Hér er hagfræðin að drepa strætó. Tími til að stokka upp í gjaldskránni.
Til dæmis mætti breyta gjaldi fyrir að fá að skrölta um í strætó, þannig að sem mestur jöfnuður næðist. Honum væri hægt að ná með því til dæmis, að láta gjald fyrir þá sem eiga bíl sem kostar meira en 10 milljónir, borga 1 krónu í strætó. Þeir sem eiga svo druslur sem kosta ekki nema milljón eða minna, þeir eru ekki ofgóðir til að borga 280 kall fyrir strætó rispuna. Þá væru útbúin kort með mynd af eiganda, fjölskyldu hans ásamt mynd af bílnum og hvað hann kostaði. Þeir sem nota sér síðan strætó þyrftu að hengja spjaldið um hálsinn á sér áður en þeir færu í strætó, eins og þeir í Hvía húsinu og evróvisjón gera.
Svo væru strætólöggur sem skoðuðu þessi spjöld, og ef einhver væri með rangt spjald t.d. með 10 millu spjald í staðin fyrir drusluspjald, yrði viðkomandi þegar í stað vikið úr vagninum og sagt eins og við alvöruglæpamenn eins og til dæmis olíuforstjóranna, sveiattan, þar með myndi viðkomandi skammast sín og aldrei gera þetta aftur.
Til að auðvelda þingmönnum ferðalög í strætó, því þeir og þeirra fjöldkyldur eiga að sjálfsögðu ekki að borga í strætó, væri hægt að breyta bílnúmera kerfinu lítillega. Til dæmis myndi Geirh fá númerið XD 001 og Gerða fá númerið XD 002. Dóri fengi svo númerið XB 001 og Grímur númerið XV 001 og Solla númerið XS 001 og svo framvegis.
Það mætti svo taka frá 63 númer í hverjum X-flokki fyrir hugsanlega þingmenn.
Leiðindakerfinu mætti svo breyta þannig að svokallaðar fljótandi stoppistöðvar væru notaðar. Þær eru þannig að þegar þú vilt fara úr strætó hringirðu bjöllunni og þá stoppar stætó og þú ferð úr. Á sama hátt ef þú ætlar að taka strætó þá bara réttirðu út hendina þegar strætó nálgast og þá bara stoppar hann við tærnar á þér og þú steppar inn. Þetta kerfi hefur verið í Tælandi og þar kvartar enginn. Alla vega hef ég ekki heyrt neinn kvarta enda skil ekki Tælensku
Nú þegar þetta kerfi færi að virka, sem ég er ekki í vafa um, þá færu allir í strætó, nema þeir sem ættu mestur druslurnar. Þeir afturámóti ættu hvorki fyrir bensíni né strætó og yrðu því annað hvort að ganga eða hjóla í vinnuna.
Ávinningurinn er augljós, minna slit á vegum, minni mengum og allt bla bla bla-ið sem frussast hefur út úr ráðamönnum um strætó undanfarin ár rætist.
Amen.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Raggi
Gaman að sjá og heyra þig blogga.
halldór heiðar (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 00:30
Vinnufélagi minn frá kína sem býr í Dusseldorf og er hér núna þurfti að kaupa barnasæti í bílinn. Þetta var 2500 krónur í Húsasmiðjunni en kostaði 6 Evrur í Duss!!!!
Kaffivélin sem ég er með heima er bara ómerkileg uppáhellingavél kostar 15000 í Reykjavík en 29 Evrur í Duss !!!
Rakkrem sem ég keypti í 10/11 kostaði rúmar 800 krónur en kostar innan við 3 evrur í Duss!!
Er þetta hægt? hvar er brotalömin?
Kveðjur
Halldór Heiðar
Halldór Heiðar Agnarsson, 19.8.2007 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.