Á Spáni í 30 daga

Er búinn að vera á Spáni í 30 daga. Verð að kom því að að nú kostar eina evru að fara í strætó, á stór Benidorm svæðinu það er frá Finestrat til Albír og þeir eru loftkældir svo það er skrambi notalegt í 30 gráðu hita að taka strætó sem er með kælingu . Þótt leigubílar séu ódýrir fer fólkið samt í strætó, nema auðvitað þeir sem ferðast um í rafknúnum fjórhjólastólum. Það er einkum fólk sem komið er undir fimmtugt og talar útlensku, er gjarnan með 50 kg. eða meira af beikoni umfram þörf,  framan á sér og alltum kring, og hámar  franskar með öllum “mat”.

Svona er  lífið, þær frösku eru víst  ódýrari hér en á Bretalandi.

 

Spanjólarnir voru eina fimm daga að jafna sig á úrslitunum við íslenska sparkliðið. Þeir voru kokrosknir fyrir leikinn, spáðu 3-0 sigri og töldu landann heldur fyrir neðan miðju í riðlinum, sennilega alveg rétt. Því varð 1-1 súr biti að kingja fyrir þá.

 

Norski frammsóknarflokkurinn ( Framskrittspartiet ) er komið með deild í Alfas del Pi og Torrevieja  217 skráðir flokksmenn. Allstaðar eru þessir frammarar. Skyldu þeir  Dóri og  Jonni ekki eiga möguleika hér á Spáni fyrst þeir hrökkluðust frá á Íslandi? Íslandsdeid framsóknarflokksins flott er það ekki ?

 

Hér fær maður líterinn af afbragðs Sérry Brandy á 900 kall, fyrir mína parta ekki lakara en 7000 kall koníak úr ríkinu, en ég hef víst ekkert vit á koníaki, bara fæ mér með kaffinu svona öðru hvoru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband