Nú eru erfiðir tímar

Nú eru viðsjálverðir tímar, þeir Gímart og Bármann sitja á eldhúskollum heima hjá Bármanni, með engiferte í krúsum.Bármann fær sér sopa af teinu og segir, hvernig er þetta með þá félagana Binga og Villa gamla ? eru þeir búnir að flippa eða er þetta bara byrjunin ? Gímart hugsar sig um og segir svo. Þetta fór allt til helvítis hjá þeim og svo ætla þeir að láta okkur sitja í súpunni með þetta allt saman. Hvaða helvítis samningur er þetta sem verið er að nöldra yfir ? Er það tilfellið að hann hafi átt að gilda í 200 ár eða lengur ? Hvað veit ég segir Bármann hann er víst á útlensku. Mér er sagt að Gummi Tóta eða Haukurinn hafi samið þetta plagg í fylleríi í heitapottinum í OR höllinni. Ég fékk svo þetta plagg á útlensku og hélt að þetta væri eitthvað um forgang á kaupum á einhverjum hlutum, en svo var mér sagt að þetta sé eitthvað um að ef einhver veit eitthvað þá eigi hann eða hún að segja þeim hjá REI af því svo hægt sé að selja það til útlanda og þá á verðið að hækka á REI.  Vissi Villi ekki af þessu spyr Gímart. Jújú segir Bármann ég er alveg viss um að ég skildi plaggið eftir heima hjá honum um daginn, það var að vísu allt í drasli hjá honum þá stundina enda mikið að gera hjá honum en hann hefði átt að sjá blaðið þótt það hafi ef til vill orðið á milli einhverra pappíra.   Hann neitar öllu segir Bármann hugsi, en hvernig er það Gímart, standa ekki samningar sem búið er að gera ? Bingi vill meina að ég geti haldið áfram með þetta apparat. Hvað heldurðu um það ? Ég veit ekki segir Gímart, hún Svana kommi er til alls vís hún er alltaf að tuða um einhver fundarboð.  Í þessum töluðu orðum kemur frúin í dyrnar, vitið þið tedrykkjumenn að Villi gamli er ekki lengur stóri ? Sagt er að Bingi hafi farið öfugumegin framúr í morgun og fengið hugljómun. Svo fékk hann eitthvað yfir höfuðið og sá allt í bleiku ljósi, fór til Svönu komma og hinna fylkinganna og bauð þeim upp í dans. Hringdi svo í Villa og saði honum upp. Lét fylgja með að nú kæmi nýr Dagur og hann skildi hafa sig burt úr stólnum. Já en sagði Villi ég er nýbúinn að láta bólstra stólinn og hann á að endast í fjögur ár.Alveg sama sagði Bingi þú mátt taka stólinn með þér ef þú villt,  nýr Dagur nýr stóll ekkert mál, en hypjaðu þig svo.  Eymingja Villi gamli .

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband