Nú eru tækifærin

Þeir sátu á barnum Bármann og vinur hans. Heyrðu Bári mér var að detta svolítið í hug sem mætti kannske græða á. Nú hvað er það segir Bári, ég hélt að ekkert væri eftir til að græða á nema kannski andrúmsloftið. Það væri ef til vill hægt að kaupa allt súrefnið yfir landinu og setja svo á öndunargjald á alla sem draga andann hér á landi.Sniðugt en ég er með aðra hugmynd, segir vinurinn.   Hún gengur út á að losa fyrirtæki undan starfslokasamningum. Einnig að losa borgarana undan ýmiskonar böggi. Ég var að lesa í blaðinu að einhver fjölskylda þori varla heim til sín vegna gengis í nærliggjandi húsi. Þar eru víst til sölu afsagaðar haglabyssur, dóp og þýfi. Fólkið sem er skelfingu lostið er búið að tala við prestinn, borgarsjórann, löggustjórann og guð má vita hverja fleiri.   Löggustjórinn segist hafa haldið fund með fólkinu, og sagðist hafa sömu áhyggjur og fólkið, svo segist hann hafa talað við eiganda hússins sem kemur við sögu og svo er hann að kanna hvað hægt sé að gera í málinu. Löggustjórinn segir að hann og borgarstjórinn hafi margvísleg úrræði vegna svona mála, en vill ekki segja fólkinu frá því hvað hann ætlar að gera. Hann ætlar að ræða við borgarstjórann um það, ef þær aðgerðir skila engu sem þegar hafa verið gerðar.  Þvílíkt bull eða hvað finnst þér Bári minn ? Sko hugmyndin að þessu er bæði gífurlegir starfslokasamningar sem eru alveg að sliga þá sem ekkert fá þótt þeir hætti að vinna, og fyrirtækin sem verða að punga út milljörðum fyrir að láta lubbana hætta. Og svo þetta ólánsfólk sem raktir glæponar eru að bögga og borgarstjórinn ræður ekkert við hvað þá heldur löggustjórinn.  Sem sagt fyrirtækið tekur að sér að losa önnur fyritæki undan starfslokasamningum og fólk undan glæponum, sem ekki láta löggustjórann segja sér hvað má og hvað má ekki.  Bári horfir drjúga stund á vin sinn og segir svo, ég skil ekki. Það er ekki von Bári minn. Sko við bara bjóðum þeim sem eru að bögga fólk í skemtiferð til Lettlands eða Litháen, þar höfum við svo verktaka sem taka við þeim og hafa ofanaf fyrir þeim um óákveðinn tíma. Það getur verið lífshættulegt sumt af því sem boðið er uppá þar.   Þessa með starflokasamningana bjóðum við í sólarlandaferð til Sikileyjar, þar er víst hægt að kaupa slys fyrir smápening.  Málið leyst fyrir brot af því sem kostar að borga fyrir starfslok, hvað finnst þér Bári ? mig vantar bara nafn á þetta. Hvað með Heildarlausnir eða Lokalausnir ehf. og co. ?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband