7.3.2008 | 17:12
Bubba pistill.
Bubbi ekur á Selfoss á leiðinni tekur hann upp ferðalang sem ferðast á puttanum. Þetta er stúlka frá Sviss sem er á leið til Seyðisfjarðar. Hún ætlar með Norrænu til Danmerkur og lest til Sviss. "há ar jú" segir Bubbi. Bara gott segir daman. "dú jú spík islandik" ? spyr Bubbi. Já en þú segir stílkan. Hvað kantu íslensku? Já segir daman ég kann íslensku. Finnst þér það eitthvað skrítið ? Já segir Bubbi frá Sviss og talar bara reiprennandi íslensku. Mamma er íslensk og hefur kennt mér íslenskuna. Við tölum alltaf saman á íslensku.
Mamman bara í útrás segir Bubbi. Já bara eins og bankarnir segir daman, útrás í Sviss, hahaha.
Hvað ertu að gera á Íslandi ?
Bara skoða mig um mamma hefur verið að segja mér ýmislegt um Ísland. Það er bara búið að vera heldur leiðinlegt veður síðan ég kom, alltaf rigning og rok.
Átt þú ekki helling af ættingjm hér ?
Nei ekki svo marga, svo þekki ég engan af þeim almennilega, hef bara heyrt mömmu tala um þá. Ég reyndi að heimsækja tvo, en þeir voru bara ekki neitt upprifnir svo ég gafst upp á þeim. Mér finnst Íslendingarnir sem ég hef hitt bölvaðir "boring" durtar og leiðindapúkar.
Þú segir nokkuð, er ég líka "boring" durtur ?
Það veit ég ekki, ég þekki þig svo sem ekkert. Hvað ertu annars að gera hér út í sveit ? Bubbi hugsar sig um, segir svo. Ég er einn af mestu smiðum Íslands, alltaf að smíða hús fyrir "boring" Íslendinga. Nú ætla ég að fara að byggja hér í sveitinni sem heitir Selfoss. Ég er á leiðinni til bæjarstjórans til að fá lóðir til að byggja á.
Já svoleiðis segir sú svissnenska. Pabbi á helling af húsum í Sviss, Austurríki og Frakklandi. Nú er hann líka í byggingabransanum ? spyr Bubbi. Nei hann er fjárfestir lætur aðra kalla eins og þig byggja fyrir sig, svo leigir hann húsin út.
Selur hann ekki nein hús ?
Jú það kemur fyrir en ekki mikið, hann selur húsin ef einhver vill kaupa á okurprís eins og hann segir sjálfur.
Hvað heitir þú ? þú sagðir mér það ekki þegar ég tók þig uppí bílinn.
Ég heiti Magnea segir stelpan, mamma heitir líka Magnea pabbi heitir Jósep Wilhelm Tell.
Þú ert þá Jósepsdóttir er það ekki ?
Nei ég er að sjálfsögðu Tell, Magnea Tell.
Já auðvitað segir Bubbi. Mér liggur svo sem ekkert á að fara í lóðabraskið í dag ég gæti alveg hugsað mér að skreppa á Hvolsvöll eða jafnvel í Vík, svona til að skoða mig um. Jafnvel gista eina nótt í Vík. Það væri mér sönn ánægja ef þú vildir sitja í þangað.
Hvað áttu við ?
Ég bara segi svona, mig langar ekkert sérstaklega á Selfoss í dag, get alltaf farið þamgað. Selfoss fer ekkert þótt ég komi ekki þamgað í dag. Þú ert svo andskoti skemmtileg, miklu skemtilegra að ræða við þig en einhverja embættis-durta á Selfossi. Hvað ertu annars gömul ?
Þrjátíu og tveggja.
Hvað starfaru við í Sviss ?, þú starfar þar er það ekki ?
Ég er sálfræðingur og með meistaragráðu í hagfræði og svo er ég líka með próf í viðskiptafræði.
Það er naumast en hvað gerir þú ekki ertu að vinna við þetta allt ?
Jú raunar, ég rek skrifstofu í Bern, sem veitir fjárfestum ráðgjöf varðandi áhættu fjárfestingar. Til þess að greina þá sem eru ekki alveg í lagi nota ég sálfræðina. Ef mér finnst þeir óöruggir bíð ég þeim sálfræðimeðferð og uppá greiningu.
Vaó maður segir Bubbi, það væri nú aldeilis bissness fyrir þig hér á landi, þar sem nánast allir fjárfestar eu snarvitlausir, Kaupandi allskonar fyrirtæki vonlaus og meira vonlaus. Svo fer allt á hausinn og þeir á Klepp.
Sjáðu bara Fláráðs-grúpp, græddi fyrst milljarða að sögn aðal eigandans og tapaði svo öllum milljörðunum og forstjórinn á einhverjum stað sem enginn veit hvar er, að telja mattadorpeninga. Og allt GREE-nið og REI-ið, enginn veit hver á það og hvar Bármann sem ætlaði að kaupa draslið er niðurkominn. Sennilega er hann flúinn land, kannski til Sviss eða Ligtenstæn, þar er víst paradís fyrir svona kalla sem eru í bissness og eiga helling af "monníi".
Þú segir nokkuð segir Magnea, en mér skilst að það sé erfitt að rukka þessa kalla, þeir vilja helst að peningarnir komi til þeirra en yfirgefi þá ekki.
Það sem ég tek eftir hér segir Magnea er að það eru tveir hópar sem ráðleggja fólki með fjármál. Annar hópurinn segir að krónan sé svo merkileg að ekkert vit sé í að kasta henni á ruslahauginn. Hinn segir að krónan sé svo smá að hún sé einskis virði út í heimi. Þegar ég spurði pabba hvort ég ætti ekki að kaupa íslenkar krónur áður en ég kom hingað, sagði hann, ertu ekki í lagi stelpa íslenskar krónur hvað er nú það? Nú þeir sem vilja halda í krónunna segja hina ruglaða þeir viti ekki um alla ókostina við að henda krónunni, en þeir nefna aldrei þessa ókosti. Svo segja þeir líka að það sé svo gott að geta stjórnað genginu. Ef krónunni væri kastað þá misti kallinn í Svartakastala vinnuna og fengi ekki fleiri blýanta til að maga.
Hinir segja að krónan sé verðlaus og fólkið í landinu viti ekkert hvað það fái fyrir hundraðkallinn á morgun. Svo eru einhverjir útgerðarmenn og iðnaðarkallar sem segja, við vitum ekkert hvað við fáum fyrir það sem við erum að selja til útlanda, kannski tíkall kannski tuttugukall. Svo eru okurvextir sem kallinn í Svartakastala ákveður. Ég er viss um að hann notar dart-spjald eða eitthvað álíka til að ákveða þessa fáránlegu vexti.
Og til að halda lýðnum ánægðum eru stöðugar fréttir um það að allir séu að kaupa bíla og það ekki af ódýrustu gerð, nei heldur á sjö til tíu millur og jafnvel meira. Svo eiga allir að brosa og segja halelúja. Það sé bullandi gangur á þjóðarskútunni skuldir ríkissjóðs engar, allt í himnalagi, segja krónukallarnir, svo eru gefin út fleiri jöklabréf.
En því er sleppt að geta þess að þjóðin er sú skuldugasta í heimi og þótt víðar væri leitað. Þegar fólkið er búið að redda síðasta VISA reikningi þá er bara farið út í búð og verslaður annar flatskjár.
Þegar ég fór út í búð til að kaupa í matinn þá sá ég einhverjar vatssósa kjúklinga á þrjúþúsund kall kílóið. Ef einhverjum kaupmanni í Sviss setti svona verð á matinn þá væri farið með hann á geðveikrahæli með það sama.
Ef ég ætti að fara að vinna hér þá yrði ég að læra meiri sálfræði en til er í Sviss. Og hagfræði líka.
Það sem mér finnst merkilegt er að fjármálaspekingarnir komu af fjöllum þegar hrunið varð á lánamarkaðnum, út af vitleysunni í kananum, sem lánaði hvaða bubba sem var til að kaupa verðlausa kofa þarna fyrir vestan. Þessir snillingar eru allir búnir að læra þríliðu og prósentureikning í súpergaggóinu ykkar í mörg ár ekki færri en fimm ár. Þessir snillingar hefðu átt að vita þetta hrun á undan öðrum og gera viðeigandi ráðstafanir. Nei það gerðu þeir ekki heldur hvöttu til áframhaldandi keyrslu með þeim afleiðinum að allt er farið til helvítis. Hvurslasg peningastjórn er þetta eiginlega ?. Í Sviss væri löngu búið að breyta þessum súper gaggó í elliheimili fyrir utangarðsfólk. Yrði örugglega eitt af hundrað bestu elliheimilum í heimi.
Þú kant að orða þetta segir Bubbi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þú hélst mér alveg við lesturinn allan tímann... Góður! já ég er systurdóttir ofanskrifaðs Gunnars Þórs, og þú þá væntanlega frændi minn :)
Anna Sigga, 13.3.2008 kl. 11:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.