16.3.2008 | 21:11
Bubbi í pottinum
Hvernig væri að skella sér í pottinn ?
En ég er ekki með nein sundföt segir Magnea.
Ekki ég heldur segir Bubbi.
Mögum snöfsum seinna í pottinum.
Skál eina ferðina enn segir Bubbi og lyftir glasinu. Skál segir Magnea, helvíti er nú notalegt að liggja hér í pottinum og horfa upp í himininn, sjá allar stjörnurnar, ef til vill bregður Gumma sjálfum eða þá Alla fyrir hvar veit?
Þú ert nú helmingi fallegri en allir himnarnir sjö sem sagt er að séu þarna uppi segir Bubbi. Svo eru þeir félagarnir Gummi og Alli ekkert sérstakir. Vantar alla hreystivöðvana utan á þá. Þeir hafa örugglega aldrei farið í ræktina, sitja bara og dæma fólk sem ráfar þarna upp til þeirra, fyrir allt mögulegt sem það hefur ekki gert eða gert.
Þú meinar segir Magnea, meinturðu þetta með fegurðina ?
Já auðvitað, þú ert sannkallað augnayndi, augnakonfekt, svo ertu svo fjári skemmtileg.
Takk.
Eitt finnst mér sérkennilegt við ykkur Íslendingana. Það er alveg sama hvað sumir láta út úr sér, en aðrir eru sektaðir og dæmdir.
Ég las einhversstaðar að einhver dýralæknir í Hafnarfirði hafi sagt um prófessor í hagfræði eða viðskiptafræði ég man ekki hvort, að hann kynni ekki að reikna. Prófessorinn sagði víst kann ég að reikna. Félagar prófessorsins í súpergaggó þögðu. Það kom engin honum til hjálpar til dæmis með því að fara yfir dæmin hans.
Laungu seinna kom skýrsla frá einhverjum oecd sem sagði að prófessorinn hefði reiknað rétt en dýralæknirinn ekki. Og enn þegja félagarinr í súpergaggó. Mér var sagt að einhverjir vinir kallsins í Svartakastala hafi farið til skólastjórans og beðið hann um að reka þennan prófessor sem dýralæknirinn sagði að kynni ekki að reikna. Það væri ekki sæmandi súpergaggó sem ætlaði að verða einn af hundrað bestu að hafa svona tossa í reikningi við kennslu.
En þegar einhver sauður sagði um annan sauð að hann væri á móti útlendingum. Þá var hann dæmdur til að borga og allt dæmt ómerkt sem hann hafði sagt.
Þetta finnst mér stórmerkilegt.
Ekki nóg með það, heldur er einhver prófessor í þessum súpergaggó sem skrifaði upp úr gömlum bókum eintthvert rugl og taldi ykkur síðan trú um að það væri eftir hann sjálfan. Þá kom einhver kerling sem sagði að hann væri þjófur og sigaði löggunni á hann. Löggan heimsótti prófessorinn og spurði, varstu að stela einhverjum orðum úr gamalli bók? Prófessorinn sagði nehei.
Þá sagði löggan, olræt takk fyrir teið og fór.
Þá fékk kerlingin einhverja konu sem hefur svaka mikið vit á bókum til að skrifa fræðilegt álit um það hvort prófessorinn hafi stolið orðum eða ekki. Þessi sérfræðingur er líka á launum í súpergaggó og skrifaði á þriðja hundrað blaðsíður um að prófessorinn hafi vissulega stolið heilmörgum orðum úr gömlum bókum.
Þá fór kerlingin í mál við prófessorinn og heimtaði að hann yrði dæmdur. Hún vildi fá pening fyrir þessi orð sem prófessorinn hafði stolið úr gömlu bókunum.
En veistu hvað ? þessi sami prófessor hafði áður sagt um einhvern bissnessmann að hann væri krimmi eða hefði grætt pening á svindli og glæpum. Sá sagði að hann hefði lesið að hann væri glæpamaður á heimasíðu súpergaggó og það á útlensku. Hann á jú heima í útlöndum og er í að græða þar. Þessi náungi fór í mál við prófessorinn, og er ekki að orðlengja það að prófessorinn var dæmdur til að borga margar millur út af þessu kjaftæði.
Og hvað? hann var líka dæmdur til að borga einhverjar millur eða einhvern aur alla vega fyrir orðin sem hann stal úr gömlu bókunum.
Svo þegar skólastjórinn í súpergaggó er spurður hvort það sé í lagi að hafa margdæmdan prófessor og annan sem dýralæknirinn í Hafnarfirði segir að ekki kunni að reikna í vinnu við að upplýsa og kenna fávísum landanum stjórn- og hagfræði. Þá segir skólastjórinn bara, ég veit ekki hvort prófessorinn sé æviráðinn, eins og það skipti einhverju máli.
Þetta er nú meiri skólastjórinn.
Heima í Sviss væri bæði prófessorinn og skólastjórinn komin á atvinnuleysisskrá. Dýralæknirinn yrði sendur í barnaskóla til að rifja upp þríliðuna, og reiknarinn sem reiknaði rétt væri orðin fjármálaráðherra.
Þú kant að orða þetta segir Bubbi. Skál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.