28.3.2008 | 15:18
Bubbi á leið til Víkur.
Déskoti var potturinn góður segir Magnea.
Bubbi segir, jæja ertu ekki til í að sitja í austur í Vik ?
Jú því ekki það segir Magnea. Er pottur þar ?
Mér þykir þú fylgjast með segir Bubbi, veist bara allt um Hansa og dýralækinn í Hafnarfirði.
Maður kemmst nú ekki hjá að heyra það sem sagt er í útvarpið og lesa það sem skrifað er í þessi dagblöð ykkar.
Þú veist að maður heyrir ekkert í strætó því eina fólkið sem er í strætó eru bílstjórinn og einhverjar gamlar kerlingar sem ekki hafa bílpróf. Bílstjórinn talar bara útlensku, og kerlingarnar eru heyrnasljóar og steinþegja.
Hvað ertu búin að fara í strætó ?
Já en ég fór bara tóma vitleysu því bílstjórinn sagði alltaf da þegar ég spurði hvort strætóinn færi í Smáralyndina. Þegar ég sá að vagninn var komin að Korpúlfsstöðum fannst mér einhvern veginn að hann væri að fara í öfuga átt. Ég spurði bílstjórann hvort hann væri örugglega á leið í Smáralyndina þá sagði hann, dada mig fara þar.
Ja hérna, það er ekki von á góðu, ef til vill er það skýringin á hvað fáir eru í strætó, nema að fargjaldið spili þar inní.
Svo er þetta með dýralækninn sem ég skil ekki. Hann gerir tómar vitleysur. Til dæmis þetta með prinsinn úr Svartakastala sem hann útvegaði djobbið um daginn. Mér sýnist hann hafa verið að leysa Bjössa B, af við að gera óþægilega hluti. Svo þegar hann dýralæknirinn fær spurningalista frá einhverju umboði þá bara segir hann ullabarasta þú ert bjáni og átt ekkert með að spurja svona, Dabbi var búinn að ákveða þetta, ég bara hlýði og hana nú.
En ef ykkur kemur þetta eitthvað við þá var jú búið að skipa prinsinn í kjörstjórn sem á kannski að gera eitthvað eftir nokkur ár, svo hann er kominn með reynslu sem ég met, ásamt þeirri reynslu sem hann fékk þegar hann var blaðurfulltrúi einhvers ráðherra.
Að vísu náðist aldrei í hann en í ráðherrann náðist helst með því að hringja í farsímann hans. Af þessu sést að þið nöldrararnir hafið ekkert vit á prinsum. Ég ansa ekki þessu meir og hana nú.
Og þetta með reiknarann sem reiknaði rétt, á virkilega ekkert að gera í því máli ? eða með Hansa á ekkert heldur að gera í því, ? ætlar gaggóstjórinn að bíða til næstu aldamóta með að skamma strákinn ?
Ef það er pottur í Vík er ég til að fara í hann. Ég líka, hvað með sundfötin ?
Hvaða sundföt ?
Þú kannt á þetta segir Bubbi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.