30.5.2008 | 11:57
Bubbi á Seyðisfirði
Jæja Magnea mín, eigum við þá að halda áfram á Seyðisfjörð ?
Er pottur þar ?
Já örugglega, það er allstaðar hægt að finna pott ef gáð er að.
Þarf einhvern sérstakan klæðnað í pottinn á Seyðisfirði ?
Bara þennan náttúrulega held ég, þú þarft allavega ekki að vera í síðum kljól.
Þú varst að fræða mig um islamanna í gær. Er einhver munur á þessum skræðum sem allir eru að vitna í ? ég meina Kóraninum og Biblíunni, er þetta ekki bara meira eða minna sama tuggan í báðum skræðunum ?
Kannski er Kóraninn bara uppsuða eða þýðing á Biblíunni ?
Já þú segir, sjáðu nú til, það var víst árið 393 eftir krist sem einhverjir klerkar komu sman í þorpi sem heitir víst eða hét Hyppo, þar suðu þeir saman í bók það sem við köllum Nýja-testamenti. Það sem þeir völdu eru svokölluð guðspjöll, (ævintýri) það elsta er frá 70 eftir krist og er sagt skrifað af Markúsi. Önnur guðspjöll (ævintýri) sem hlutu náð þessara spekinga voru eftir þá Matteus, Lúkas og Jóhannes, öðrum ævintýrum var hafnað. Einnig fylgdi þessu bréfasafn til ýmissra frá Páli auk bréfa frá öðrum eins og til dæmis Júdasi, auk postulasögu m.m.
Þeir voru ekki alveg á eitt sáttir svo það var ákveðið að detta í það aftur og reyna að hnoða þessu saman.
Það var svo gert í Kartago fjórum árum seinna eða 397 eftir krist. Sjáðu nú til Bubbi minn, það var svo ekki fyrr en 651 eftir krist, 19 árum eftir lát Múhameðs sem endalega útgáfan af kóraninum var gerð, en þá lét þriðji kalífinn Otmar skrá kóraninn og brenna allar eldri útgáfur.
Þú segir Magnea mín. Já eins og þú veist Bubbi minn, þá var það erkiengillinn Gabríel sem fóðraði Múhameð á þessu efni sem síðar rataði í bókina. Það tók hann víst ein 23 ár .
Eftir fundina með Gabríel fór svo Múhameð heim til sín og sagði frá.
Einhverjir töldu sig muna hvað spámaðurinn sagði og endurfluttu tíðindin. Svo á einhverjum tímapúnkti hefur svo einhver eða einhverjir skrásett þessa speki. Það má nærri geta hvort eitthvað hafi ekki skolast til í öllum þessum endurflutningum, rétt eins og í ævintírum þeirra sem skrifuðu biblíuna.
Svo getum við hugleitt eitt og annað til dæmis, voru krossfararnir ekki hryðjuverkamenn síns tíma ? Þeir fóru um austurlönd og myrtu á báða bóga í nafni guðs almáttugs alla þá sem ekki vildu tilbiðja hann og hafa kenningar biblíunnar að leiðarljósi.
En munurinn á krossförunum og islamistum er sá að krossfararnir héldu sig að mestu við kenningar biblíunnar, en islamistarnir taka bara það sem þeim hentar úr kóraninum til að ná fram markmiðum sínum sem eru raunar þau sömu og kristinna, sem er að þraungva sinni trú uppá blásaklausan, óskrifandi og ólæsan lýð þar sem hann finnst.
Nema hvað islamistarnir hafa fært út kvíarnar og vilja gera okkur sem erum bæði læs og skrifandi að islamistum.
Talandi um endursagnir, þá sagði einhver lögga að vitni væru óáræðanleg daginn eftir atburð sem þau væru vitni að. Tveir menn segja frá sama atburði sem vitni en engu sé líkara en að um tvo atburði sé að ræða. Svo þú sérð hve áræðanlegar endursagnir af því sem Gabríel sagði Múhameð munu vera.
Ja hérna, mér þykir þú segja fréttir Magnea mín.
Þá erum við komin á Seyðisfjörð. Nú er að finna pottinn og finna fleti til að leggja sig á eftir pottinn. Vonandi verður reisnin ekki minni en á Hvolsvelli, er grappinn búinn ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.