23.6.2008 | 14:41
Geislabaugur Hansa Hólm
Ég var að lesa í Mogganum að Baugsmálinu væri lokið eftir sex ára hnoð. Hugsaðu þér ef Nonni hefði átt barn um leið og löggan fór að rótast þá væri það í skólanum núna, hugsa sér sex ár.
Hvað svo ? Lalli Jóns fékk álíka dóm fyrir að stela lambalæri sem kostaði 2230 mínus 40 % við kassan.rétt eins og Nonni, nema Lalli heimtaði að fá að sitja inni á Hrauninu í vetur, því það væri svo helvíti kalt að vera úti. Svo fengi hann ókeypis mat í þokkabót.
Já hugsa sér. Ekkert eftir af upphaflegu kærunum nema ómerkileg færsla í bókhaldinu. Nonni hefur áræðanlega yfirsést þetta á sínum tíma. Svo sagði einhver lögfræðingur að líklegast væri ekkert fyrirtæki eða stofnun á Íslandi til, þar sem ekki findist álíka villa í bókhaldinu ef leitað væri á sama hátt og gert var hjá Baugi. Svo er víst reikningurinn fyrir þessu máli kominn yfir milljarð halda menn. Ábyggilega kostar ekki minna að verjast þessu þannig að í heildina er þetta á þriða milljarð sem herlegheitin kosta.
Það kostaði ekki krónu að fá Lalla dæmdan fyrir kétið. Dómarinn dæmdi karlinn í kaffitímanum, Lalli varði sig sjálfur. Kostnaður núll krónur.
Svo var verið að taka saman atburðina þegar þjófurinn sem stal orðunum og var dæmdur fyrir, var ráðinn til súpergaggó á Melonum.
Það var einhver BÍsleifur sem þá var menntamálaráðherra sem réði Hansa Hólm þrátt fyrir mótmæli háskólamanna sem sögðu að hann væri fúskari á sínu sviði og ætti ekkert erindi í súpergaggó, nema þá helst ef hann ætlaði að læra eitthvað gagnlegt. Þessi sami BÍsleifur var náttúrulega bara að gera eins og Dabbi sagði honum að gera, enda er BÍsleifur í Svartakastala eins og Dabbi.
Það hefur ekkert breyst síðan 1988, en það var víst þá sem honum var smeigt inn um dyrnar á súpergaggó á Melonum.
Óli vanhæfi segist ekkert vera vanhæfur hann geti alveg haft Hansa í vinnu. Óli vanhæfi segir að Hansi geti alveg kennt nemendum að afla heimilda þótt hann hafi ekki kunnað það sjálfur á sínum tíma. Svo er líka hérumbil búið að skamma Hansa fyrir að stela og það sé sko meira en nóg
Það er skoðun reynds prófessors við súpergaggó að seint verði súpergaggó talinn með 100 bestu meðan dæmdir þjófar væru þar við kennslu.
En veistu að eftir þessa ráðningu Hansa Hólm voru sett lög sem bönnuðu mennta-ráðherrum að skipta sér af mannaráðningum í súpergaggó. En svo voru þau bara afnumin þegar þurfti að redda vini, enda allt annar mennta-ráðherra þá. Óli vanhæfi segir að það sé bara af illvilja að verið sé að rifja þetta upp og bara kommar eða þaðan af verra fólk láti setja svona á prent.
Og núna ártugum eftir að vörugjöld voru sett á tímabundið til varnar innflutningi frá EB löndum, eru þau enn. Spurningin er hvað er tímabundið lengi ?
Tugum ára eftir að kvótalögin voru sett, sem áttu að vernda fiskistofnana við landið eru stofnarnir hrundir. Þegar gjafalögin voru sett vor veidd 400.000 tonn af þorski og lofað meiru á komandi árum. Núna áratugum seinna má veiða 130.000 tonn.
Er einhver glóa í þessu ég bara spyr ?
Nei Magnea mín
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.