5.9.2008 | 20:28
Sprisjóðirnir
Þau Magnea og Bubbi sitja á barnum í Norræmu.
Þetta með sparisjóðina segir Magnea er athyglisvert. Upphaflega stofnuðu hópur íbúa á tiltlölulega litlu og oft afmörkuðu svæði sparisjóð. Íbúarnir lögðu svo sparifé sitt í sparisjóðinn ásamt þeim aurum sem þeir þurftu ekki að nota í augnablikinu. Tilgangur sparisjóðanna var að lána íbúum og þeim sem höfðu viðskipti við sjóðinn peninga með sanngjörnum vöxtum, ásamt því að ávaxta fé þeirra á öruggan hátt.
Þetta var gert vegna þess að stóru ríkisbankarnir sem stjórnað var af pólitískum gæðingum þeirra flokka sem voru við stjórn hverju sinni, með mis vel uppalda bankastjóra sem réðu því hver fékk lán og hver ekki.
Hverjir fengu lán og hverjir ekki stjórnaðist af kunningsskap og hvar menn voru í pólitík (klíka).
Nú er svo komið fyrir sparisjóðunum að þeir eru á hausnum, en af hverju er það ? Jú stórnendur þeirra mistu sjónar á tilgangi sjóðanna og ætluðu að slá sig til fjár-riddara.
Til þess notuðu þeir inneing viðskiptavina sjóðanna til að spila póker út í heimi og innanlands.
Án fyrirhyggju settust stjórnendur sjóðanna við spilaborðið þar sem fyrir voru aðrir gamblarar eins og stjórnendur Fláráðsgrúpp, Ísbanka og fleiri fyrirtækja. Spurðu þeir nokkurn um leyfi til að spila póker fyrir sparifé íbúanna sem áttu sitt fé í sjóðunum ? Nei áræðanlega ekki. Svo standa þeir bara upp þegar allt er í rúst og segja, það er tími til fyrir mig að breyta til bless bless.
Þannig er þetta nú Bubbi minn.
Þú segir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.