Svart

 

Mig vantar tilfinnanlega evrur sagði maðurinn. Ég þekki mann sem gæti reddað þér um nokkrar sagði kunninginn. Nú er það. Já hann á heima í Skuggastasundi númer 66 eða 99, ég man þetta ekki alveg. En hann er með herbergi á evrustu hæð til hægri og vinstri.

Maðurinn sem var í þörf fyrir evrur heimsótti þennan náunga sem vinurinn hafði bent honum á. Þetta var þá enginn annar en Svarti Pétur sem margir kannast við úr miðbænum. Einu sinni eigandi Raupklinks sem stundaði lánastarfsemi með meiru. Þig vantar evrur sagði Svarti Pétur. Já tilfinnanlega svona eins og þúsund eða svo. Ekkert mál sagði Svarti Pétur. Hér eru þær. Hvað á ég að borga spurði maðurinn ? er ekki gengið 152 krónur á evruna ? Jú í bankanum kannski sagði  Svarti, en ég hef nú hugsað mér 400 kall það er gengið hjá mér  "teik itt or líf itt"  Maðurinn sem var í sárri þörf fyrir evrurnar varð að púnga út 400.000 fyrir evrurnar eitt þúsund á Svarta Pétursgengi.

Svoa var þetta líka á árunum frá 1950 til 1960 og jafnvel fram á fjöunda tuginn.

En Bjarni Harðar segir þetta bara í fínu lagi, leiðtoginn sem kom þessum vandræðum á er nú ritari út í heimi á evrulaunum.

Svo eiga fíflin ekkert með að vera á ferðalögum, síst í útlöndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband