25.10.2008 | 21:31
Tréið Illidragsíll
Tréið Illidragsíll gengur upp í gegnum viðskiptaheiminn allan. Angar hans ná til allra skúmaskota viðskiptaheimsins. Tré þetta hefur þrjár rætur. Ein þeirra er í mannheimum, ein í hugarheimi og ein í viðskiptaheimi. Við þá rót sem er í viðskiptaheimi er brunnur nokkur sem heitir Heimskubrunnur, þjár skessur búa þar í grend og hafa það að starfa að ausa vatni úr Heimskubrunni á rót trésins Illigragsíl. Skessur þessar heita Foræði, Nújá og Skuldaskil. Foræði er elst og hefur á forræði sínu fortíðina, næst henni kemur Nújá sem hefur forræði yfir nútíðinni og þá kemur sú sem heitir Skuldaskil, hún á að sjá um framtíðina. Við eina rótina er er púki sem Níðbítur heitir hann er stöðugt að naga rótina sem er í mannheimi. Á efstu grein trésins situr fogl nokkur sem Davíð heitir, hann er fráeygður mjök og sér allt sem fram fer ukringis trénu. Þar sem sumar greinar trésins eru þétt vaxnar á Davíð erfitt að sjá hvað þar fer fram, Því hefur hann tamið sérstakan njósnara sem heitir Hólmsteinn. Hólmsteinn þessi er í líki íkorna. Hann fer um tréið frá Níðbít til Davíðs og ber Davíð slúður um þá sem leynast í þykku laufi trésins.
Skessurnar Foræði, Nújá og Skuldaskil hafa í tómstundum sínum spunnið allmikinn vef sem þær hafa með göldrum tengt við sérhverja peningastofnum í viðskiptaheiminum. Þannig er einn þráður í þessum vef tengdur einni peningastofnum. Þræðirnir í vefnum eru kallaðir lánalínur. Nú þegar þráður slitnar fer viðkomandi peningastofnum á hausinn, svo einfalt er það nú. Dag einn sitja þær við Heimskubrunninn og drekka Vodka af stút, þá segir Foræði hey stelpur eigum við ekki að gera smá grín, og í þeim orðin sveiflar hún Vodkaflöskunni en gætir ekki að því hve nærri hún er vefnum. Það er ekki að sökum að spyrja tveir þræðir slita og einn en nánast í sundur. Ææ segir Foræði, þar fóru tvær lánalínur, hvert skyldu þær liggja ? Nújá rekur þræðina til banka á Bíslandi, hún segir djö... þeir liggja báðir á sama stað og þessi sem er hálf slitinn líka. Þegar Nújá ætlar að laga þenna þriðja þráð vill ekki betur til en hún togar of fast í hann en meiningin var að hnýta hann sama aftur, úps ææ þar fór hann líka. Nújá kallar á Skuldskil og biður hana að taka við, síðan fær hún sér einn í viðbót úr Vodkaflöskunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.