Illdagsíll-18

 

Andkoti og djöfull er það fyrsta sem Dabbi segir þegar Haardi hefur sagt honum frá maðknum sem sestur er í réið og er á góðri leið með að sjúga úr því allan lífskaraftinn. Ég var búinn að segja þetta segir Dabbi við Haarda, ég varaði ykkur við þessum maðki fyrir laungu, þið bara hlustuðuð ekki og nú er allt að fara í þennan ormskjaft eða hvað þetta nú er. Haardi reynir að rifja þessi varnaðarorð sem Dabbi segist hafa viðhaft. En það er sama hvað hann reynir honum er lífsins ómögulegt að muna eftir þeim. Hvað er til ráða spyr Dabbi ? Við verðum að biðja Giganten um hjálp segir Haardi. Djö, segir Dabbi veistu ekki að þessi Gigant gleypir allt sem hann kemur nærri. Það hafa mörg tré orðið fyrir þeirri ógæfu að biðja Giganten um hjálp, og nærri öll hafa verið gleypt af honum. En ef hann getur eytt orminum þá er það skömminni skárra en láta tréið visna og missa allar greinarnar. Þessi Gígant er svo frekur að engu lagi er líkt segir Dabbi, ég yrði ekki hissa þátt hann ræki mig af greininni minni, undir því yfirskini að hann þyrfti að komast að til að eyða orum af greininni, og hvert á ég svo sem að fara ? Þú bara ferð í frí á meðan, gætir fengið að gista í Valhöll eða í einhverju  skálkaskjólinu, nóg er af þeim. Á ég sjálfur Dabbi að húka í einhverju skálkaskjóli eins og ótíndur förufugl meðan þessi Gígant leggur undir sig tréið ? Tja við eigum ekki marga möguleika, frændtré okkar í austri segjast eiga eitur gegn þessum ormi en þeir eiga bara ekki nóg. Þeir segjast geta bætt við ef Giganten setur kraft á sínar dælur og úðar tréið duglega. Hvað eigum við að segja hinum fuglunum í tréinu ? Látum Hólmstein íkorna þvæla einhverju í Árvak, sama hvað er bara einhvert bull, allt er nógu gott fyrir þessi fífl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband