11.11.2008 | 11:28
Hryðjuverk
Hvenær fremur maður hryðjuverk og hvenær fremur maður ekki hryðjuverk ?
Ef litið er á skilgreiningu hugtaksins hryðjuverk t.d.á Wikipediu, þá er þetta að finna þar.
"Hryðjuverk er umdeilt hugtak án nokkurar almennt viðurkenndrar skilgreiningar. Algengast er að hryðjuverk sé talið hver sú árás sem af ásetningi er beint gegn almennum borgurum til ógnunar sem framin er í þeim tilgangi að ná fram stjórnmálalegum eða öðrum hugmyndafræðilegum markmiðum. Um það er deilt hverjir fremji hryðjuverk (hvort að ríki geti framið hryðjuverk) og að hverjum þau geti beinst (t.d. hvort að árás á hernaðarleg skotmörk geti verið hryðjuverk). Þarna geta komið upp árekstrar við önnur hugtök á borð við stríð og skæruhernað. "
Í ramhaldi er að finna í almenum hegningalögum eftirfarandi grein 100a.
"Fyrir hryðjuverk skal refsa með allt að ævilöngu fangelsi hverjum sem í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum, þegar verknaðurinn í ljósi eðlis hans eða með hliðsjón af aðstæðum þegar og þar sem hann er framinn getur skaðað ríki eða alþjóðastofnun alvarlega:
Að framanskráðu vakna spurningar um hvort herra Brúnn og mister Darling hafi ekki bara metið stöðuna hárrétt, það er að á Íslandi hafi verið framin hryðjuverk, ekki bara á íslenskum almenningi heldur einnig á sparifjáreigendum í öðrum löndum, einkum í Englandi og Hollandi. Sé það rétt mat þá þarf að finna finna þessa hryðjuverkamenn og draga þá fyrir dómara svo hægt sé að dæma þá fyrir glæpinn.
Undirbúningur og skiplag þessara hryðjuverka hófst á flokksskrifstofum blárra og grænna þegar þeir ákváðu að gefa sér bankana í formi einkavinavæðingar. Síðan þá hafa forsprakkarnir safnað til sín liðsmönnum til að framkvæma hryðjuverkin. Þeir gerðu valdastofnanir að plat fyrirbærum með ráðningu einfeldninga í Fjármálaeftirlitið og aðal terroristinn tók að sér Seðlabankann. Þeir komu sér einnig upp í bönkunum svokölluðum greiningardeildum sem höfðu það hlutverk að ljúga að sparifjáeigendum. Einnig voru ótal sérfræðingar svokallaðir látnir ráðleggja fólki um sparnað og vörslu sparifjár. Stofnaðir voru sjóðir sem sagðir voru hver öðrum öruggari geymslur fyrir sparifé, svo ekki sé nú talað um ávöxun, hver sjóðurinn öðrum betri hvað það varðar.
Hvar eru fermingarpeningarnir spurði unglingurinn ? Peningurinn sem ég mátti ekki nota til að kaupa skellinöðruna í fyrra. Hann er í sjóði fimm sem er svo öruggur var svarið, og þar færðu svo mikkla vexti að þú getur keypt þér kadilakk eftir nokkur ár.!!!!!!!!!!!!!!
Það er akkúrat.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.