1.12.2008 | 17:00
Nýir tímar
17.júní, 1.des þetta eru gamlar lummur. Tími til kominn að endurnýja frídagaflóruna. Tillaga mín er að kasta þessum ónýtu gömlu lummum og taka upp almennan frídag, þjóðarfrídaginn 3. október. Þennan dag 2008 hrundi allt sem hrunið gat á Íslandi. Á þessum degi ár hvert verður harðbannað að vinna sama hvað er, þingmenn og ráðherrar sitji heima, læknar og hjúkrunarfólk sitji heima, strætóbílstjórar sitji heima, sem sag allir sitji heima og minnist þessara merku tímamóta sem urðu hjá íslensku þjóðinni þennan dag 3.október 2008. Bannað verður að deyja, ekkert útvarp ekkert sjónvarp. Svo legg ég til að styttan á Austurvelli af honum Nonna Sig, verði flutt á Heytorgið í Kaupmannahöfn, og stytta af Hannesi Hólmsteini verði komið fyrir á stólpanum sem Nonni stendur á í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.