26.2.2009 | 20:44
Kastljós 24.feb.2009
Það var vegna mikils framboðs af ódýru fjármagni sagði Davið. Hvaðan kom þetta ódýra fjármagn og hvers vegna var það ódýrt ? Það var ekki spurt um það. En þetta ódýra fjármagn setti iðnað á Íslandi nánast á hausinn, útflutningsvörur seldar úr landi á hálfvirði, útgerðin tapaði og safnaði skuldum. Innfluttar vörur voru á mjög hagstæðu verði og fólk keypti allt mögulegt vegna þess hvað það var hagstætt. En það var bara ekkert hagstætt þegar búið verður að borga skuldirnar sem útrásarvíkingarnir undir stjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknar stofnuðu til. Þjófurinn Hansi hældi þessu frjálsa kerfi sem stal auðæfum Íslands og skilur okkur eftir stórskuldug. Hvar skyldu auðæfin vera niðurkominn?
Þjófurinn lét hafa eftir sér í september 2007. Ég kemst að þeirri niðurstöðu að íslenska efnahagsundrið eigi sér alveg eðlilegar skýringar. Þessar skýringar eru fólgnar í því að það sem við gerðum að við virkjuðum fjármagn sem áður lá dautt. Í fyrsta lagi voru fiskistofnarnir verðlausir áður fyrr. Þeir voru óframseljanlegir, óveðhæfir og óseljanlegir............." Síðan hvenær varð fiskurinn verðlaus ? Kvótakerfið var eingöngu sett á fót fyrir útvalda, síðan hefur útgerðin safnað skuldum sem eru víst orðnar 500 milljarðar ef ekki meira. Þessar skuldir lenda hjá almenningi til greiðslu. Hver var þá ávinningurinn fyrir ríkið (almenning) ? Og þjófurinn hélt áfram Hugsið ykkur, bankakerfið bankakefrið hefur margfaldast á þessum fjórum til fimm árum. Og hugsið ykkur hvað væri nú gaman ef við bara héldum áfram og gæfum í Svo er það nú ekki gæfulegt þetta bankakerfi í dag sem hann hældi í september 2007 og var það ekki Davíð sjálfur sem hélt ekki varni og skálaði fyrir vitleysunni um þetta leyti ??
Hvað með öll heilbrigðisvottorðin sem Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið gáfu efnahag landsins og bönkunum ? Stóð ekki í skýrslu frá Seðlabankanum sem var birt í apríl 2008 eitthvað á þessa leið: fyrir ári var niðurstaða greiningar Seðlabanka Íslands sú að fjármálakerfið væri í meginatriðum traust. Sú niðurstaða er óbreytt. Ársreikninar íslenskra fjármálafyrirtækja fyrir árið 2007, sérstaklega þriggja stærstu bankanna, sýna enn sem fyrr að þeir eru þróttmiklir." Var Davíð ekki að segja okkur í Kastljósinu að hann hafi verið að vara við ?
Svo einnig þetta Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert Svo mörg voru þau orðin. Var ekki Davíð að vara við ??Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.