3.3.2009 | 17:16
Martröð-4
Sturla talaði í tíu mínútur en sagði ekkert nýtt. Orðið er laust ef einhver vill spyrja um eitthvað sem ég hef ekki sagt.
Þá er að rifja upp fyrir fundarmönnum hvernig þetta allt byrjaði.
Þá voru þeir Davíð og Halldór í forystu fyrir íhaldið og framsókn. Þeim til aðstoðar voru Geir Haarde og Valgerður Sverrisdóttir. Þau suðu saman áætlun um að einkavinavæða ríkisbankanna Landsbankanns og Búnaðarbankanns. Til að gera þetta trúverðugt fengu þeir félagarnir prófessor úr súpergaggó á Melonum sem veit ekki hvort hann sé æviráðinn eða ekki til að skrifa halelúja greinar í Moggann um kosti þess að einkavinavæða bankanna. Í baunkunum sagði hann liggja bara peningarnir dauðir, en með einavinavæðingu verða til meiri peningar sem rísa upp sprelllifandi og gera okkur öll rík. Í fyrstu var sagt svona til að róa lýðinn að bankarna ætti að selja almenningi ekki bara einhverjum ríkum köllum. En það verður bara rugl úr því sagði sérfræðingurinn úr súpergaggó. Þá verður þetta bara lásí banki sem enginn ræður yfir. Auðvitað á að finna alvöru fjárfesta svokallaða kjölfestufjárfesta og þeir eiga að vera á réttu pólitísku róli. Ekki neinir helvítis kommar eða kratar, þeir eiga að vera innvígðir íhalds- eða frammarar. Við látum þá hafa sinn hvorn bankann. Íhaldið fær Landsbankann og frammararnir fá Búnaðarbankann. Það er nú ljóst að efnahagshrunið á Íslandi var ekki einungis vegna utanaðkomandi áhrifa heldur áttu bankarnir stærstan hlut í því. Íslandsbanki varð fórnarlamb ævintýramanna sem höfðu aðgang að nægu lánsfé. Og varð einn af þremur bönkum sem stóðu að ósköpunum. Það má segja að þrjú efstu lög stjórnenda bankanna þriggja séu ábyrgir hvernig komið er. Án aðgerða af hendi Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og ríkisstjórnarinnar var þetta mögulegt. Þeir sem stjórnuðu vitleysunni og voru í efsta lagi stjórnenda og mætti því kalla framkvæmdastjóra glæpsins í Landsbankanum: Kjartan Gunnarsson, Björgólfur Guðmundsson, Björgólfur Thor, Halldór Kristjansson og Sigurjón Árnason. Fyrir Búnaðarbankann sem nú heitir Kaupþing, voru í efsta lagi stjórnenda: Ólafur Ólafsson, Finnur Ingólfsson, Sigurður Einarsson og Heiðar Már Sigurðsson. Í Íslandsbanka voru við stjórnina: Þorsteinn M Jónsson, Bjarni Ármannsson, Þorsteinn Már Baldvinsson og Lárus Welding.
Þar að auki komu nokkrir skúrkar við sögu og áttu sinn hlut í vitleysunni meðal þeirra eru : Hannes Smárason, Jón Ásgeir og Pálmi Haraldsson.
Stanslaust voru þjónustufulltrúar látnir ljúga ( óvitandi eða vitandi ) að viðskiptavinum bankanna og ráðleggja þeim hvernig þeir áttu að græða, þeim mun meira sem þeim tókst að selja af sjóðum og bréfum þeim mun meira fengu þeir í bónusa . Þetta gékk þannig fram á síðustu stundu fyrir hrunið, en þá voru stjórnendur bankanna og vildarvinir þeirra laungu búnir að flytja milljara af eigin fé í erlendri mynt í sjól í Karabíska hafinu, Lúxemborg , Kípur og fleiri stöðum.
Bankastjórar ganga um gólf, með seðlabúnt í hendi. Faðir þeirra sópar gólf, og flengir þá með hendi. Upp á stól stendur hann Dabbi, níu nóttum fyrir þrot, hann varaði við hruni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.