Martröð-6

 

Sturla frammari talaði en sagði ekkert nýtt, nema hvað allt sem aðrir gerðu væri ekki nýja Framsóknarflokknum að kenna heldur hefðu ljótir kallar  og kerlingar eins og Finnur, Ólafur, Halldór og Valgerður svo einhver nöfn væru nefnd ráðið ferðinni og komið öllu klabbibu á hausinn. Þó væri þetta allt helvítis íhaldinu að kenna eða svoleiðis. Orðið er laust ef einhver vill spyrja.

Það heyrðist í einum íhaldsbelg. Nú kemur Steingrímur okkur í moldarkofana, svo tökum við aftur við eftir kosningar og reddum þessu, Geir og Gerða leikaradóttir eru almáttug. Hann athugaði bara ekki að það voru þau Geir og Gerða  leikaradóttir sem þegar voru búin að koma okkur í moldarkofanna með stuðnini  frammara og svo áframhaldandi stuðningi Sollu samfylkingar-stirðu.

Hvernig stóð á þessu með hrunið ?

Einu sinni var daglaunamaður sem hét Björn kallaður Bjössi. Honum datt í hug eftir þrjátíu ára strit á mölinni að söðla um og græða peninga. Bjössi hafði aunglað smá sparifé sem hann átti í bankanum. Bjössi keypti  sér pallbíl með kælikassa á pallinum. Hann skrapp í Grundarfjörð,  hann hafði heyrt af gömlum manni sem dorgaði í tómstundum.  Hann ætlaði nefnilega að selja bændum í Borgarfirðinum og á Mýrunum ferskan fisk. Fiskinn keypti svo Bjössi þeim gamla sem var bæði á ellilífeyri og örorkubótum meira að segja líka með tekjutryggingu. Þar sem sá gamli hafði engan kvóta þá var fiskurinn sem hann seldi Bjössa raunverulega ekki til  á pappírnum. Sá gamli seldi Bjössa kílóið á tvö hundruð kall, sama hver tegundin var,  allt svart og sykurlaust eins og gefur að skilja.  Nú Bjössi heimsækir bændur og selur þeim fiskinn. Bændum þótti þetta uppátæki hið besta mál og Bjössi seldi ævinlega allt sem hann var með frá þeim gamla í Grundarfirði. Einn góðan veðurdag kemur hann á bæ sem hann hafði oft áður heimsótt og selt fisk. Bóndinn á þessum bæ hafði búfræðipróf frá Hvanneyri og kunni því að leggja saman og draga frá. Í heimsókn hjá honum voru dýralæknir úr Hafnarfirði og leikaradóttir að sunnan eins og sagt er. Bæði á vegum bláu handarinnar. Nú þar sem Bjössi setur á reisluna fisk og stillir þyngdina horfir á bóndinn og segir,  Þjú hundruð  og réttir bóndanum fiskinn.  Ertu nú viss Bjössi minn. Mér sýnist þú selja kílóið á lægra verði en þú kaupir það á. Hvernig ferðu að þessu ?. Ég næ þessu á magninu sagði Bjössi hreykinn. Skömmu seinna var Bjössi búinn með spariféið og fór á hausinn.

Himininn hafði verið heiður og skýr, en þegar hér var komið dróg upp á austurhimininn kolsvört ský svo dróg fyrir sólu. Skyndilega barst rödd úr skýinu sem sagði. „bankerne går fallit  og Island med" . Dýralæknirinn sem í þessu kom út, horfði til skýsins og það hrökk út úr honum „djöfullinn danskur"  Í því  kom Gerða leikaradóttir í dyrnar hún hafði heyrt hvað röddin sagði. Hún steytti hnefann móti skýinu og sagði stundarhátt, ég læt biskupinn og pávann skamma þig þú þarna Danske Bank, þið hafið ekkert vit á bankamálum allara síst bankamálum á Íslandi. Ég læt Geir senda einhvern til Köben til að lesa yfir ykkur bankafræðin.

Þau sátu á Saga class Solla Samfylkingar-stirða og Siggi KB á leið til Köben.  Solla snýr sér að Sigga og spyr hver er þetta fyrir aftan okkur sem er að tauta. Mér heyrist hann vera að tala um að kaupa flugfélög,  BA, SAS, IBERIA, AA og fleiri. Hafðu engar áhyggjur Solla mín þetta er bara Hannes Smárason á fylleríi.

Á blaðamannafundinn í Köben voru tveir blaðamenn mættir, annar var ungur blaðamaður nýbyrjaður hjá  Berlinske og hinn var gamall jálkur sem var frílands blaðamaður og skrifaði í slúðurdálka þeirra blaða sem höfðu svoleiðis. Sá ungi spurði Sigga KB hvernig farið þið að þessu þarna uppi á klakaskerinu, þið kaupið valútu á hundraðkall og seljið á fimmtíukall ? Siggi KB snéri uppá sig og svaraði.  Við náum þessu á magninu. Nú spurði sá gamli Sollu, hvenig farið þið að þessu kaupið á hundraðkall og seljið á fimmtíukall ? Solla horfði á ská á þann gamla, hugsaði sig um og sagði síðan. Þetta er nú tæknileg spurning hjá þér, það er best að þú snúir þér til Sigga KB hann getur áræðanlega útskýrt þetta. Bankarinir á Íslandi standa traustum fótum og engar líkur á að þeir halli sér. En þið þarna kunnið ekkert á íslenska bankastarfsemi og ættuð ekki að vera að rífa kjaft, þessu getur þú skilað til Danse Bank. Þar með sagði Solla „adjö" þessum merkilega fundi er lokið, takk fyrir komuna.

Sturla sagði takk fyrir í dag sjáumt á laugardaginn ef guð lofar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar er Sturla yfirframmari búinn að halda sig?Ég hélt að enginn annar fengi að koma nálægt þessum brandarafundum,á Klörubar.

jóna (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 09:36

2 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Sturla skrapp til að skipta um forysru frammaranna og fékk frjálslynda til að halda uppi fjörinu á Klörubar tvo laugardaga

Ragnar L Benediktsson, 6.3.2009 kl. 06:32

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ragnar, þakka þér fyrir þessa óborganlegu pistlaröð.  Ef það verður svona gaman á Klörubar næsta vetur, þá læt ég mig ekki vanta 

Kolbrún Hilmars, 6.3.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Takk fyrir þetta Kolbrún. Satt að segja var af nógu að taka þarna suðurfrá með ólíkindum hvað menn voru brattir.

Ragnar L Benediktsson, 6.3.2009 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband