Timburmenn

Allir landsmenn nutu góðs af góðærinu sagði Hólmsteinn það er enginn vafi. Fólk keypti bíla, flatskjái, hrærivélar, ísskápa, Barbídúkkur og fór meira að segja til útlanda. Allir græddu ekki bara fáir auðmenn eins og kommarnir halda fram. Nú er komið að timburmönnunum eftir þetta góðærisfillerí, allir verða að þjást og borga. En Hólmsteinn bara áttar sig ekki á því að stór hópur hafði ekki notið þessa svokallaða góðæris en situr uppi með timburmennina og skuldir sem útrásarvíkingarnir skildu eftir í rústum þjóðfélagsins. Bjössa finnst það helvíti hart að sitja uppi með  timburmennina án þess að hafa dottið í það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu að tala um sama Hólmstein og troðið var í kennarastöðu í Háskólanum af Birgi Ísleifi menntamálaráðherra þó umsókn hans um stöðu hafi tvisvar verið hafnað af skólanum með þeim rökum að hann væri undirmáls heimspekingur.sami Hólmsteinn sem sagði í frægu viðtali á stöð2 um útrásina að fiskurinn hefði verið verðlaus fyrir daga kvótakerfisins(hvað ætli hafi borgað framfærslu hans?)og ríkisfyrirtækin hafi bara legið dauð og verðlaus og enginn átt þau(hvað ætli hafi borgað framfærslu hans?)er það sami Hólmsteinn og skaut undan eign þegar búið var að dæma hann til greiðslu sektar fyrir meiðyrði,skráði sitt hús á framkvæmdastjóra sjálfstæðisflokksins.furðulegt að sá Hólmsteinn fái að kenna og kenna sig við æðstu menntastofnun landsins,hvar er siðanefndin svokallaða,furðulegt þegar dæmdir sakamenn geta sitið í skjóli stjórnmálaflokka í ábyrgðarstöðum.en annars held ég að til að fá timburmenn verði fyrst að renna af þér,miðað við fundi Hólmsteins í New York og bullið á heimasíðu hans held ég að ekki sé runnið af honum góðærisfilleríið?

árni aðals (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:29

2 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Já Árni þetta er Hólmsteinninn sem er dæmdur þjófur og var í bankaráði Seðlabankans og sami Hólmsteinninn sem tók einu sinni til máls í bankaráðinu hann lagði til að laun bankastjóranna skyldu hækka. Þetta er sami Hólmsteinninn sem raktor Súpergaggó vissi ekki hvort væri æviráðinn eða ekki.

Ragnar L Benediktsson, 10.3.2009 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband