ESB-Bjarni

Bjarni Harðarson er í stuði í dag. Það má ekki einu sinni horfa í áttina að Evrópu hvað þá tala við þessa ESB-kalla, það má ekki einu sinni spyrja þá hvað þeir heita. Bjarni segir meirihlutann hafa rangt fyrir sér, því á þjóðin alls ekki að greiða atkvæði um aðild að ESB. Enda hefur meirihlutinn haft rangt fyrir sér allar götur síðan Kristur var krossfestur forðum daga. Ef lýðnum verður leyft að kjósa kemur bara einhver steypa út úr því, það en nefnilega eins og olíuforstjórinn sagði

 "fólk er fífl "

Ég skil ekkert í Norðmönnum að láta lýðinn kjósa um aðild, vitandi það að hann hefur rangt fyrir sér. Eymingja Danirnir sitja uppi í ESB og eru hæst ánægðir, þótt til sé þar sértrúarsöfnuður sem er á móti ESB. Sama er með Svía. Hvorki Svíar né Danir eru tilbúnir að viðurkenna að þeir hafi glatað sjálfstæði sínu með inngöngu í ESB. Illu heilli erum við ekki löngu gengnir í ESB.

Við höfum tekið upp milli 80 og 90 % af regluverki ESB, en búum við máttlausa ríkisstjórn sem ásamt með vildarvinum sínum hefur sett þjóðina á hausinn. Betra hefði verið að vera alfarið undir ESB lögum og reglum, ég tala nú ekki um ef við hefðum verið "annexia" frá Danmörku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband