Sjóðfélagar

 

Sjaldan er ein lygin stök sagði gamli maðurinn og tók í nefið.

Nú er að skýrast hverjir taka við af landráðamönnunum sem tekju hæstu einstakingarnir.

Það eru stjórnendur lífeyrissjóðanna sem hafa spilað póker með eingir sjóðanna undanfarin góðæri. Þessir menn eru nú launahæstir allra í landinu en hafa ekki til þess unnið, fjarri því.

Þá má einnig spyrja hvað eru stjórnvöld að hugsa? Ætla stjórnvöld að gera eitthvað í málinu ? Hvernig er kosið í stjórnir lífeyrissjóðanna ? Eru ekki þar fulltrúar launþega ?

Þeir hafa væntalega staðið að kosningu og ráðningu þessara höfðingja. Hafa þessir fulltrúar launþega ekki spurt þvottakonuna sem er með 140.000 á mánuði hvort eðlilegt sé að greiða forstjóra sjóðsins sem hún borgar í milljónir á mánuði ? Hvað hefur forstjóri lífeyrissjóðs að gera með sjö milljóna faratæki ? þarf hann ef til vill að fara til allra greiðenda í sjóðinn til að rukka ? Nei hann getur bara eins og þvottakonan labbað í vinnuna, tekið strætó  eða farið á sínum eigin bíl eins og flestir aðrir gera.

Það er kominn tími til að breyta hvernig valið er í stjórnir lífeyrissjóðanna, svo maður tali nú ekki um fækkun þeirra. Í 300.000 manna þjóðfélagi er feiki nóg að vera með einn lífeyrissjóð.

Þetta heyrir undir kratana í Samfylkingunni vænti ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband