1.4.2009 | 11:05
Sjóðirnir-2
Hverra hagur er að hafa lífeyrissjóðina marga ? Það er vitanlega stjórnenda þeirra og þeirra sem hafa meirihluta í stjórn þeirra, en ekki þeirra sem eiga að njóta góðs af þeim þegar þeir ná aldri og hætta að vinna.
Nú sá maður að lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna var með neikvæða vexti uppá 25 % síðastliðið ár. Algjör snilld.
Ólafur hengdi riddarakross á Sigurð Einarsson Kauþings forstjóra fyrir framúrskarandi snilld í útrásinni. Væri ekki rétt af Óla að sæma forstjóra og stjórnendum lífeyrissjóðanna riddarakross fyrir framúrskarandi stjórn lífeyrissjóðanna og frábæran árangur í erlendum spilavítum ?
Hvað eru fulltrúar launþega í stjórn lífeyrissjóðanna að hugsa ? Það hefur ekki heyrst neitt svo ég muni um gamblið með fé sjóðanna , né skýringar á tapi þeirra. Taka fulltrúar sjóðfélaganna ef til vill þátt í sukkinu? eða eru þeir blindir og mállausir?
Nú þegar almenningur er hvattur til að taka höndum saman og lækka launakröfur, fyrirtæki hvött til að skila gjaldeyri til landssins, þá segja stjórnendur lífeyrissjóðanna, okkur kemur þetta ekkert við og þið skuluð ekki gera ykkur neinar vonir um að við flytjum eignir okkar til landssins frá útlöndum.
Þá spyr maður sig, hvaða eignir eru í eigu lífeyrissjóðanna í útlöndum ? eru þær ef til vill verðlausir pappírar ? Ef til vill í fyrirtæjum útrásarvíkinganna ? Mannsins með krossinn og þeirra kumpána ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ólafur hengir krossa á víkinga. Sannir víkingar hefðu hengt Ólaf á kross
Halldór Jónsson, 2.4.2009 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.