7.4.2009 | 23:56
Sjóðirnir-3
Ég "googlaði" lífeyrissjóði, og tók púlsinn á þeim 14 fyrstu sem upp komu á netið.Hér eru þrír þeirra og það má sjá snilld stórnenda þeirra við ávöxtun þeirra. Hinir eru með svipaða raunávöxtun þ.e. nærri núllinu og margir í mínus.
LSR lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna aðal menn í stjórn 8, starfsmenn 44, rauávöxtun 2008 -25,3 %
Tær snilld. Þvottakonan fékk 17,4 % ávöxtun á sitt sparifé.
Lífeyrissjóður Verslunarmanna, aðal menn í stjórn 8, starfsmenn 30, rauávöxtun 2007 1,1 % Tær snilld. Þvottakonan fékk 17,4 % ávöxtun á sitt sparifé.
Lífeyrissjóðurinn Gildi. aðal menn í stjórn 8, starfsmenn 23, raunávöxtun 2007 2,4 % Tær snilld. Þvottakonan fékk 17,4 % ávöxtun á sitt sparifé.
Svona má lengi telja en þeir fjórtán sjóðir sem ég skoðaið höfðu samtals 87 aðal menn í stjórn og starfsmenn þessara 14 sjóða eru 177 talsins.
Nú spyr ég er eitthvet vit í þessum fjölda sjóða ? Er ekki hægt að hafa þetta einn sjóð með einni stjórn og færra starfsfólki ? Eða sem allra best væri að setja þessa starfsemi inn í Tryggingastofnun ríkisins. Það sem þyrfti að gera er að setja lög sem kæmu í veg fyrir að ríkið ráðstafaði sjóðnum í annað en til þess sem honum er ætlað að gera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hér er dæmi um rekstrarkostnað nokkurra stærstu lífeyrissjóðanna.
Rekstrarkostn.
Launakostn.
Stöðugildi
Forstj.laun
Lsj. starfsmanna ríkisins
815.281.000
245.000.000
38,4
19.771.000
Lífeyrissj. Verslunarmanna
424.426.000
269.000.000
27,5
30.000.000
Gildi lífeyrissjóður
367.750.000
188.373.000
23
21.534.000
Sameinaði Lífeyrissjóðurinn
237.346.000
135.463.000
16
16.768.000
Stapi Lífeyrissjóður
173.494.000
86.000.000
11,6
12.917.000
Stafir
153.420.084
94.290.790
10,5
19.048.011
Samtals.
2.171.717.084
1.018.126.790
127
120.038.011
hordurhalldorss (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 07:57
Ég segi bara er eitthvert vit í þessu ??
Ragnar L Benediktsson, 9.4.2009 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.