Hvað er í boði

 

Samfylkingin bíður skjaldborg um heimilin, greiðsluaðlögun og lengingu lána ásamt vaxtabótum. Ekki úskýrt á mannamáli.

Vinstri grænir boða launalækkanir hjá opinberum starfsmönnum og skattahækkanir, ekki útskýrt nánar, ekki sagt um hverjir eigi að lækka í launum og hve mikið, né hvaða skatta eigi að hækka og hve mikið.

Sjálfstæðisflokkurinn boðar fjölgun starfa um 20.000 lækkun skatta og skoðun á því hvað kom eiginlega fyrir. Ekki okkur að kenna segir gæsalappaformaðurinn, allt honum Óla að kenna af því hann vildi ekki skrifa undir fjölmiðlalögin. Hvernig á að búa til 20.000 störf er ekki skilgreint, hvar eigi að fá tekjur til að greiða óráðsíuskuldir sjálfstæðis- og frammsóknar hetjanna er ekki skilgreint, en stefnt skuli að því að greiða skuldirnar á næstu árum.

Frjálslindir ætla að redda heimilunum og þeim sem skulda meira en þeir geta borgað með því að veiða fleiri þorska og senda þá svöngu á handfæri út að sexbauju.. Svo ætla þeir að skoða og skoða, afnema kvótann og skoða meira.

Framsókn bíður uppá 20 % veislu aðallega fyrir pabba og N1. Þeim er andskotans sama um það hvernig ósköpin byrjuðu, enda allt aðrir þá í forystu flokksins og nú ungir frískir menn.

Borgararnir bjóða blóm og góðæri sem ekki er skilgreint nánar. Þeir eru örugglega á bandi litla mannsins en hvað þeir ætla að gera er í þoku.

Ástþór er eini frambjóðandinn sem ætlar að framkvæma og það strax ekki seinna en það. En hvað hann ætlar að framkvæma og hvernig það á að redda óráðsíuskuldunum er óljóst.

x-A-B-C-D-E-F-G-O-P-Q- frjálst val, breytir engu hvað valið er


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband