Meðalmennskan

 

Varist meðalmennskuna. Það var fróðlegt að heyra rökræður um hvað ætti að kjósa næstkomandi laugardag.

Ef við kjósum ekki Sjálfstæðisflokkinn þá verður Ísland eins og Kúba, allir lenda í meðalmennsku, engin hvatning til að gera eitthvað nýtt, engin hvatning til að læra, hér verða allir án menntunar nema kannski fólkinu verði kennt að lesa svo það viti hverja það eigi ekki að kjósa næst.

En ef við kjósum Sjálfstæðisflokkinn þá verður allt miklu betra, Þá fá allir sem kjósa flokkinn námslán sem þeir þurfa ekki að borga, þá fá útvaldir að "gambla" með fé meðaljónanna sem vinna við hin óæðri störf, svo sem trésmíði, múrverk, rafmagn, sorphirðu, hjúkrun, skúringar svo eitthvað sé nefnt. Þá verða engir skattar lagðir á gamla fólkið, þótt það eigi sand af peningum. Þá þurfa þeir sem settu landið á hausinn ekki að hafa áhyggur af einhverju bjánalegu eins og til dæmis rannsókn á því af hverju landið fór á hausinn og hvert allir peningarnir fóru. Þá verður gæsalappi krossaður fyrir björgunarstörf í þágu þjóðarinnar nema ekki þeim óæðri.

Því skuluð þið ekki taka mark á neinu nema auglýsingum gæsalappa sjálfs og setja exið fyrir framan D-ið. D-ið þýðir nefnilega drottinn blessi þig.

Svona er þetta nú Magnea mín


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband