26.4.2009 | 10:53
Sigur Sjálfstæðisflokksins
Mikill varnarsigur vannst þegar Sjálfstæðisflokkurinn tapaði ekki nema 9 þingsætum. Það eru rúmlega 44.000 sem greiddu honum atkvæði. Eins og olíuforstjórinn sagði fólk er fífl. Átti hann við þessa 44.000 eða hina sem ekki greiddu Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt ? Hver veit. En gæsalappi má vel við una þar sem Pétur hirðir Blöndal er enn meðal þingmanna flokksins. Nú getur hann hafist handa og fundið fé án hirðis, ef til vill finnur Pétur það í útlöndum. Ég er viss um að Steingrímur á eftir að nýta sér sérfræðikunnáttu hirðisins. Aumingja Jóhanna mín, hennar hjörð fékk ekki nema tveimur þingsætum fleiri en síðast, það er ekki hægt að túlka það öðruvísi en stórtap. Og hann Grímur minn sem fékk ekki nema fimm fleiri en síðast, ekki er það nú gæfulegt, bara bullandi tap. Merkilegt hvað frammararnir láta teymast af Teymi, enda var tap þeirra svipað og hennar Jóhönnu minnar fengu ekki nema tveimur fleiri en síðast.Einn saumaklúbbur bættist við og einn hvarf. Stöðugasti klúbburinn til marga ára hét sínu og fékk ekki sæti fremur en fyrr.Svona er nú þetta Magnea mín.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll félagi. Ég treysti Grími þínum betur að fara með fé enda smali frá einu mesta fjárbúi landsins, heldur en dýralækni íhaldsins.
Halldór K Kjartansson, 9.5.2009 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.