Persónuleg ábyrgð ?

 

Pabbi hvað er persónuleg ábyrgð ? spurði drengurinn. Það er þegar maður ábyrgist eitthvað sjálfur, svaraði pabbinn.

Já þú meinar ef ég fæ lánaðann tíkall hjá þér og tími ekki að setja vasahnífinn í pant, þá skulda ég þeir tíkall og verð að borga hann, en ef ég borga ekki þá á ég vasahnífinn minn áfram og þú færð ekki neitt, er það ekki ? Jú eitthvað í þá áttina.

Drengurinn páraði á blað: fimmtíuogáttamilljarðar deilt með áttatíuog fimm 58.000.000.000 : 85 =682,352,941 rúmlega. Hvað ertu að reikna drengur ?

Jú sjáðu Björgúlfur er 85 kíló, hann er persónulega ábyrgur fyrir 58 milljörðum, það þýðir að kílóverðið í Björgúlfi er 682 milljónir 532 þúsund 941 króna rúmlega ég sleppi aurunum.

Ég er 48 kíló og þar af leiðandi er ég 32 milljarða 752 milljóna 941 þúsunda og 168 króna virði, hvar er næsti banki ?

Þá er búið að finna út hvers virði við erum Magnea mín, ekki satt ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband