8.6.2009 | 20:53
Dóttir Móses
Það var fróðlegt að hlusta á dóttur Móses á útvarpi Sögu um síðustu helgi.Hún sagði meðal annars um hækkun á víni þetta. Hækkun á víni kemur til með að minnka drykkju hjá fólki, og þar með minnka áfengisvandann. Þá er spurningin ef neyslan minnkar hvernig stendur þá á að tekjurnar aukast ? Eða er þetta einhver meinloka ?Einnig taldi dóttir Móses að það væru einkum efnaminni fjölskyldur sem reyktu og drykkju, og í árferði eins og er núna og í náinni framtíð mætti búast við aukningu hjá þessu fólki, bæði á neyslu tóbaks og víns. Eykst þá ekki áfengisvandinn ?Þetta fátæka fólk sem hefur vart fyrir víni og tóbaki er blessunarlega laust við bensínið, því það má ekki keyra undir áhrifum eins og þú veist Magnea mín.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.