Eva

Nú er að verða ljóst að stjórnvöld hafa mjög takmarkaðan áhuga á að finna glæpamennina og þá peninga sem þeir hafa komið undan. Hvernig á að fara að því að rannsaka þetta svindl allt saman?Í Hvítbókinni eru 48 nöfn sem ég ætla að séu aðalmenn í þjóðar þjófnaðinum.Ég gef mér að þeir eigi maka og 3 börn. Þá eru það 48 x2 x3  = 288 einstaklingar.Ég gef mér að hver aðalmannanna eigi 3 sytkini  það eru 48 x 3 =144 einstaklingar og Þau eigi svo maka  og 3 börn 144 x 2x 3 = 432 einsaklingar.Einnig að systkini maka aðalmannanna eigi maka og 3 börn 144 x 3 =432.Bein fjölskydutengsl  1152 einstaklingar. Þá er eftir að telja vini úr Súpergaggó, Oddfellow og Frímúrurm, golffégaga, tengdarforeldra og börn þeirra, barnabörn  og saumaklúbba. Varlega áætlað 1152 x 5 = 5760 einstaklingar.Það er vandi að finna einstaklinga sem hafa færni og menntun til að takast á við rannsókn þessara glæpa  og eiga ekki skyldmenni eða vinu úr hópi glæponanna.  Þetta glæpalið er úr öllum flokkum og er því mjög erfitt að fá virtæna niðurstöðu án utanaðkomandi rannsakara. Svona er þetta nú Magnea mín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vignir Bjarnason

Sammála !!

En við verðum að reyna,....

Vignir Bjarnason, 11.6.2009 kl. 00:53

2 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Það er ekki gæfulegt þegar glæponarnir reyna að ýta Evu út.

Ragnar L Benediktsson, 11.6.2009 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband