23.6.2009 | 19:37
Kæri Davíð.
Mikið finnst meir óviðfeldið hvernig fólk talar um þig þessa dagana. Það er engu líkara en allt sem gengið hefur á undanfarna mánuði sé af þínum völdum.Fólkið áttar sig bara ekki á því að það varst þú sem varaðir alla við. Það varst þú sem sagðir að bankarnir væru að stækka of mikið. Það varst þú kæri Davíð sem sagðir Fjármálaeftirlitinu að bankarnir ættu að hægja á sér með þessa reikninga í útlöndum, ísleif eða hvað þeir nú heita. Þú gerðir allt sem í þínu og Seðlabankans valdi til að sporna við þessum ísleifsreikningum, þú meira að segja hækkaðir stýrivextina og nánast afnámst bindiskylduna til að bjarga fjármálunum hjá okkur. Svo koma þessir spekingar úr bönkunum og segja að allt sé þér að kenna, svei segi ég bara.Það varst líka þú sem sást í gegnum Baugsveldið og áróðurmiðla þess, en eins og fyrri daginn tók enginn mark á þér nema Geiri Harði og Gerða leikaradóttir, en það var ekki nóg allir hinir bara sögðu að þetta væri öfund í þér. Kæri Davíð ég meina það, þessir bankaglæponar og Baugarar ættu barasta að skammast sín. Það voru þeir sem urðu til þess að þér var bolað úr bankanum, illu heilli. Allt hefur farið á verri veg eftir að þú varst rekinn út. Gengið hefur fallið, fólk í útlöndum hefur hótað okkur öllu illu ef við borgum ekki skuldir óráðsíumannana og kvennana sem settu fjármál þjóðarinnar á hliðina. Þetta fólk sem segir þetta um þig elsku Davíð minn á bara að skammast sín og hana nú. Þín Magnea.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.