Kæri Geir.

Það er ekki að spyrja að hælbítunum. Komnir í hælana á þér um leið og þú hægir á þér. Mér ofbíður lágkúran í þessu fólki, sem virðist sjálfskipaðir sérfræðingar um efnahagsmál sumir ekki einu sinni stúdentar hvað þá meir.Þú sem ert með þrjár háskólagráður í peningafræðum meira að segja. Hvað er þetta fólk eiginlega að meina ?Þú sem hélst öllum upplýsingum fyrir þig og þína um hrun Íslands enda eins gott að fólkið sem á að borga viti ekki fyrir hvað það á borga. Þér tókst elsku Geir minn að halda þjóðinni frá sannleikanum í meira en eitt ár fyrir hrun, geri aðrir betur. Bréfið sem þú sendir til vinaþjóða okkar  fyrsta desember er algjör snilld. Það sjá allir að það voru einhverjir ljótir kallar í útlöndum sem ullu því að bankarnir þrír í einkaeign fóru á hausinn. Þíð Davíð vinur minn höfðuð jú varað við þessu í langann tíma eins og við vitum öll.En hælbítarnir halda áfram að níða þig niður fársjúkan manninn fyrir eitthvern fellibil frá útlöndum sem skall á fjármálakerfi landssins og setti þessa einkabanka á hausinn. Eins og þú segir réttilega þá eigum við ekki að borga fyrir það.Mikið er ég feginn því að þú sért ekki lengur ábyrgur fyrir þessari vitleysu, nóg er samt á þig lagt. Gott hjá þér að láta gæsalappa taka við flokknum.Þessi D. Strauss-Kahn bankamaður sem heldur því fram að þú hafir brugðist rangt við hruninu, er bara einn af hælbítunum og hefur ekkert vit á íslensku hag- og bankakerfi. Enda er maðurinn bara framkvæmdastjóri Alþjóðagjaleyrissjóðsins.Svona menn eiga bara að vera heima hjá sér og ekkert að vera að skipta sér af okkur.

En hvað um það, það er af mörgu að taka Geir minn. Ég skrifa þér kannski seinna þegar betur árar.

 

Kær kveðja.

 Þín Magnea

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband