24.6.2009 | 13:48
Kæri Pálmi.
Enn er verið að bulla tóma steypu um þig. Fólkið segir að þú hafir verið að kaupa og selja sjálfum þér einhver fyrirtæki. Er þetta ekki dæmigert rugl þeirra sem hafa ekkert vit á viðskiptum ? Hvernig hefði fólkið komist til útland undanfarið ár, ef menn eins og þú hefði ekki notið við ? ég bara spyr. Hver nema þú gerðir fátæklingum kleift að ferðast til Köben og London ? Ekki var það ríkið, ó nei það varst þú elsku Pálmi minn og fólk með háleitar hugmyndir um einkarekstur eins og þú og Hansi. Allt þetta bull um að þú hafir hækkað eitthvað verð á flugfélagi frá einni sölu til annarar er bara öfund. Það er heldur ekkert merkilegt við það þótt félag sem þú stjórnar hækki í verði milli ára. Þeir sem áttu það á undan þér stóðu sig nú ekki betur en það að flugfélagið var komið í þrot þegar þú keyptir það og bjargaðir því. Svo er þetta fólk að hneygslast á því að þú eigir einhverja einkaþotu. Og ekki bara það heldur að sætin í henni séu klædd leðri, Þvílík öfund. Hvað heldur fólk eiginlega að það sé ? Auðvitað verður þú að eiga einkaþotu, ekki er hægt að ætlast til þess oð þú ferðist með þessum vélum sem þú bíður fólkinu uppá Það eru bæði ljótar flugfreyjur og þröngt á milli sætanna í þeim. Hvað er fólk eiginlega að pæla þótt þú eigir Reins, menn skilja ekki að það þarf að komast milli staða á jörðu niðri. Ekki fer þetta sama fólk í strætó út á Keflavíkurvöll þegar það fer til útlanda, ó nei ekki.aldeilis. Elsku Pálmi minn, ég hef þetta ekki lengra í bili, en mikið vildi ég heyra frá þér, svona við tækifæri. Þín einlægaMagnea
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.