25.6.2009 | 09:10
Kæra Birna.
Mikið getur fólkið verið ómerkilegt. Það heldur því fram að þú vitir ekki aura þinna tal. Það blaðrar um einhverjar 180 millur sem það segir að þú hafir ekki tekið eftir að voru í sparibauknum þínum.Svo er verið að segja að fjármála eitthvað eftirlit hafi kíkt í sparibaukinn þinn og ekki séð neitt nema miða sem á stóð eitthvað bull um að kaupa hlutabréf við tækifæri. Sniðugt að kalla sparibaukinn Melkorku, ég þarf að segja barnabörunum þetta þau gætu kallað sína sparibauka einhverjum svona nöfnum, tildæmis Búkollu, Grýlu, Sollu og jafnvel Birnu. Birna mín vonandi er Bensinn í standi, er hann ekki flottur ?. Mér finnst hann samt ekki nógu verðmætur fyrir minn smekk, mætti kosta meira.
Flott flétta hjá þér þetta með bankastjórastöðuna, bara orðin stjóri eftir allt saman.Það eiga áræðanlega margir eftir að öfundast út í þig.
Jæja Birna mín. Hafðu það sem allara best.
Kveðja.
Magnea.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.