Kæri Hannes

 

Það er nú meira sem hamast er á þér. Hvað er þetta hyski eiginlega að meina. Þurfa þeir ekki að halda við húsunum sínum ? mér er spurn. Þeim væri nær að sýna þér vorkunn, að lenda í að kaupa ónýtt hús á 70 millur og þurfa svo að gera við það fyrir tæpar 350 millur. Þú hefur verið blekktur þegar þú keypir þennan kofa. Þarft þú ekki að "súa" þessa fasteignasala ? Það er gert í Ameríku fyrir minni sakir. Hvað eru menn eiginlega að meina þegar verið er að nöldra út í millifærslur milli reikninga í FL eða hvað það nú hét og heitir? Mega menn ekki færa milli reikninga sem þeir eiga sjálfir án þess að spyrja um leyfi ? hvurslags er þetta eiginlega. Svo voru þetta bara smáaurar litlir þrír milljarðar.

Hvurn andskotann eru menn svo að meina með því að gramsa í skartgripakassa frúarinnar ? Voru þeir að leita að ónotuðum bíómiðum eða hvað ? Hverjum dettur eitt augnablik í hug að þú hafir gert eitthvað sem ekki er skothelt fyrir lögunum. Ekki er það lögbrot að kaupa ódýrt og selja svo með hagnaði, hvað þá að kaupa dýrt og selja með tapi. Þetta er tóm öfund og ekkert annað.

Svo er verið að öfundast út í þig fyrir að kærastan eigi nokkrar bíldruslur. Það er áræðanlegt að þetta eru bara verðlausar druslur. Ég bara skil þetta ekki. Svo er verið að blaðra um einhver fyrirtæki sem verið er að gera þessi bílakaup eitthvað vavó. Einátta ehf Tvíátta ehf eða hvað það nú heitir og svo einhver Úranus. Þvílíkt bull. Og hvað kemur svo fólki þetta við eiginlega ?

Það var nú ekki þér að kenna að American Airline bar sig ekki. Þeir höfðu bara ekki dug og þor til að gera eins og þú lagðir til. Það verður seinr sagt um þig elsku Hannes minn að þú hafir ekki fært okkur hagsæld og mörgum já mörgum hagnað og gæfu. Ég held bara að það ætti að erfðabreyta þessu hyski sem er að nöldra út í þig. Og hana hú.

Ég á áræðanlega eftir að skrifa þér aftur, en hafðu það sem allarabest.

Kveðja, Magnea


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Já það er með ólíkindum hvað fólk getur verið öfundsjúkt og hnýsið. Blessaður drengurinn hann Hannes er nú bara lentur á milli tannanna á fólki, eins siðprúður og fallegur drengur og hann nú annars er. Sveiattan.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 25.6.2009 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband