Kæri Kristinn

 

Þú færð það nú aldeilis óþvegið í Hvítbókinni. Þú ert bara sagður í stjórnum ótal félaga og framkvæmdasjóri í mörgum þeirra. Svo er laung talning á félögum sem haft er fyrir satt að þú hafir verið í stjórn í, mörg komin á hausinn, en það er svo sem ekki tíundað, og heldur ekkert merkilegt. Er þetta bara ekki dæmigert fyrir öfundsjúkan lýðinn ? Svo eru menn að fleipra með að þú og yndisleg frúin eigið þetta fína hús á Flórída, ég er viss um að þetta er bara sagt til að sverta ykkur hjónin. Það er einnig haft fyrir satt að þú hafir misst allt þitt. Þegar frændi minn missti allt sitt, átti hann hvergi heima eftir að sýsli bar hann úr og ritari sýsla ók burtu á bílnum hans, svo ég trúi ekki þessari draugasögu um þig að þú hafir misst allt þitt, né heldur að eithvert ólíu og bensín svindl sem þú ert sagður ábyrgur fyrir sé satt. Hvað þá að Solla mín hafi eitthvað notað Bjössa og Geira til að fá ríkisborgararétt fyrir gullfallega stúlku utan úr heimi. Nei segi ég það er svo mikið bullað um þig að fjórðipartur væri meira en nóg. Þú hittir sko naglann beint á hausinn, þegar þú sagðir að fólk væri fífl. Það sannaðist svo sannarlega í síðustu kosningum.

Ég bara vona að þið Solla hafið það sem allara best hvort heldur sem er á Íslandi eða í Ameríku. Þetta verður ekki lengra í bili, pósturinn var að koma, skrifa kannski seinna.

Kær kveðja

Magnea


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband