13.8.2009 | 05:04
Tréið Ill-dragsíll Vinjetta-4 af 20
Nú kemur íkorninn Hólmsteinn að Heimskubrunninum. Þá eru þær þar fyrir allar skessurnar þrjár, Foræði, Nújá og Skuldaskil. Það leynir sér ekki að þær eru drullu þunnar allar saman. Íkorninn spyr hvort hann megi ekki fá smá dreitil úr Heimskubrunni, því Níðbítur sé svo þyrstur, rótin sé þurr og enga vökva að fá við rótina. Skuldaskil réttir Hólmsteini flösku og segir, honum veitir ekkert af þessu. Hvað er þetta spyr Hólmsteinn ? Þetta er skal ég segja þér vinurinn minn, vatn lífsins hvorki meira né minna. Á, er það segir Hólmsteinn, og smakkar á vatninu. Déskoti er sterkt brað af þessu vatni segir Hólmsteinn og fær sér annan sopa. Er nú alveg víst að þetta sé vatn ? Já já segir Nújá þetta er aquavite sem er vatn lísins ef marka má orðabók bibba. Fáðu aðra flösku með þér segir Skuldaskil og drekktu ekki of mikið af þessu á leiðinni. Við biðum fyrir bestu kveðjur til Níðbíts. Með það er Hólmsteinn þotinn til fundar við Níðbít. Nú situr Níðbítur við rótina og undrast hve Hólmsteinn er lengi í sendiförinni. Ætli aulinn hafi villst tautar Níðbítur. Það er af Hólmsteini að segja að honum fannst jörðin ganga í bylgjum undir sínum fjóru fótum, og undraðist mjög. Þá kom að því að Hólmsteinn sá allt að þrjár greinar í stað einnar sem á vegi hans var. Hólmsteinn vissi ekkert hvar hann var og enn síður í hverja átt bæli Níðbíts var. Þar sem hann ráfar um í þéttu laufi milli greina í tréinu rekst hann á gamlan mann. Gamli maðurinn horfir á Hólmstein og spyr, ert þú ekki hérinn sem flytur fréttir upp og niður ? Nehei ég er íkorni segir Hólmsteinn. Voðalegt er að sjá á þér útganginn segir gamli maðurinn, engu líkara en þú sért fullur. +
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.