Tréið Ill-dragsíll Vinjetta-9 af 20

Íkorninn Hólmsteinn læðist nú um Mannheima og sperrir eyrun. Hann heyrir sögur og slúður um allt mögulegt. Hver sé með hverjum, hver hafi gert hitt og með hverjum og hvar, og hver sagði hvað um nágranna sinn. Allt ómerkilegt rugl, ekkert bitastætt. Um það bil sem hann ætlar að yfirgefa Mannheima og flytja Dabba engar fréttir heyrir hann á tal tveggja fugla annar var blár úr flokki D-fugla og hinn grænn úr flokki B-fugla. Sá blái segir hvernig líst þér á að græða ? Sá græni segir tja, því ekki það, kostar það ekki helling ? Neinei segir sá blái bara smá sveiflu. Sko, segir hann svo, við bara setjum í gang það sem heitir ferill. Nújá segir sá græni, hvað er það ? Við bara einkavæðum korn-og fræsöluna . Er það hægt spyr sá græni ? Ekkert mál segir sá blái, við skiptum þessu bara jafnt milli okkar bláu og grænu vina. Hvað með hina segir sá græni ? Iss þeir eru bjánar og við bara skiljum þá eftir í Umhverfislandi, þar geta þeir týnt fjallagrös og lopadræsur úr gaddavírnum, og prónað úr þeim vandræði, sem verða verðlaus þegar við höfum selt okkar mönnum hlut þeirra í korn-og fræ. Déskoti líst mér vel á þetta segir sá græni, en ég bara skil ekkert í þessu, kannski af því ég er svo grænn. Þá er bara að finna einhverja leppa til að gera tilboð í þessar korn-og fræsölur, við getum haft þær þrjár. Tvær verða hreinar, önnur blá og hin græn, svo höfum við eina svona blandaði bláa og græna með smá bleiku og gulu í. Þá er bara að drífa í þessu. Við tilkynnum þetta við hentugleika. Er ekki betra að ræða þetta heima hjá okkur spyr sá græni ?. Ekkert svona kjaftæði við bara ákveðum þetta og drífum svo í því, við sýnum sko hverjir ráða. Hólmsteinn íkorni hefur heyrt nóg hann treystir sér ekki til að muna fleiri sögur og þýtur því af stað upp til Dabba almáttuga til að færa honum fréttirnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband