
Velsæld ríkir og bláum og grænum fuglum fjölgar, en rauðum og bleikum fer heldur fækkandi. Þeir marglitu setjast helst á greinar þeirra bláu og grænu frekar en þeirra rauðu og bleiku. Furðufuglunum kemur ekki saman um hvar þeir eigi að vera í tréinu svo þeir bara væflast um upp og niður. Svona gengur þetta í langann tíma mörg ár meira að segja. En greinin sem Dabbi yfir-bláfugl situr á heldur áfram að visna, sama er að segja um margar aðrar greinar bæði bláar og grænar. Svo skeði það einn daginn að greinin sem Dabbi sat á datt af tréinu. Yfir-fálkinn Dabbi varð því að forða sér frá falli með því að taka flugið. En hann hafði ekki þurft að beita vængjunum í langan langan tíma svo það reyndist honum erfitt að fljúga. Hann vissi heldur ekkert hvert hann ætti að fara því hann var ekki í neinum tengslum við aðra fugla trésins, nema örfáa bláfugla sem voru eins og hann bláir í gegn. Svo fer að hann sest á gilda grein ofarlega í tréinu, því hann vill jú sitja þar sem hann hefur góða yfisýn, aðeins er ein grein ofar sem er óvisnuð, en þar situr Norskt afbrigði bláfugls sem kallað er Haarde afbrigðið. Þetta afbrigði er harðgert eins og nafnið bendir til og því varð Dabbi að setjast á grein neðar hvort sem honum líkaði betur en verr. Þar sem hefur verið lengi mikill og náinn vinskapur með þessum bláfuglum kom þeim saman um að Haarde fuglinn sæi um daglega stjórn á fuglum trésins en Dabbi væri einskonar yfirstjórnandi og liti til með korn-og fræ bönkunum. Í orði kveðnu undir stjórn Haarde fuglsins en í raun ekki. Eina hlutverk Dabba var því að ákveða hverjir vextir ættu að vera á kílóaumunni og hvaða gengi ætti að vera á ervunni og dallinum. Þar sem hann Dabbi vissi ekkert um ervur, dalla og aumur fékk hann sér spjald eins og er notað í pílukasti. Þetta spjald hefur margar tölur og reiti. Til að ákveða vexti kíló-aumunnar og ervunnar kastaði hann pílum á spjaldið einu sinni í mánuði. Hann skrifaði svo hjá sér töluna á reitnum sem pílan lenti í og það var talan sem hann ákvað að væru vextir, eða gengi ervunnar og dallsins. Stundum lenti pílan í hurðinni fyrir ofan eða neðan spjaldið, þá bara sleppti hann úr og sagðist ekki breyta neinum vöxtum og engu gengi. Þegar bláfuglar sem héldu að þeir væru vinir hans, nöldruðu út í þetta fyrirkomulag , sagði Dabbi bara að þeir hefðu ekkert vit á þessu og ættu bara að halda kjafti. Ég er lögfróður en þið ekki. Þótt þið hafið lært prósentureikning í Súpergaggó er ekki þar með sagt að þið hafið eitthvart vit á þessum málum, og ef þið ætlið að vera með einhvern kjafthátt eða leiðindi við mig þá bara súa ég ykkur eins fuglarnir fyrir vestan gera þegar einhver móðgar þá. Svo læt ég vini mína í Hæstugreinum dæma ykkur burt úr tréinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.