Það þorir enginn að mótmæla Dabba hann er svo ákveðinn og klár. En teikn eru um válega tíma framundan. Þær skessurnar við Heimskubrunn eru farnar að hafa verulegar áhyggjur. Foræði segist óttast mest að missa forræði yfir atburðum þessarra útrásafugla og þeir séu komnir langt út fyrir þau mörk sem við höfum lifað innan og haga sér alveg eins og þeir séu einir í tránum, þeir eyða og spenna kaupa meira að segja heilu fuglafélögin í öðrum trjám hvað þá meira. Þeir eru líka sífellt að bjóða í veislur og lúxus einhverjum auðfuglum sem þeir halda að séu vinir þeirra. Meira að segja fá þeir söngfugla úr öðrum trjám til að hafa ofanaf fyrir gestum sínum, allt flítur í vatni lífsins og öðrum eðaldrykkjum. Nújá getur ekki orða bundist og tekur undir orð Foræðis, ég hef miklar áhyggjur út af þessu öllu, ég verð að segja það. Þessi ósköp verða skráð á minn reikning þar sem þau eru að gerast núna. Ég veit bara ekki hvað ég get gert í málinu. Fuglarnir fara bara í önnur té ef ég hasta á þá, ekki er það nú gæfulegt. Þeir hóta meira að segja að fara með allt kornið og fræin með sér ef ég hætti ekki þessu nöldri. Ekki verður þetta skárra hjá mér segir Skuldaskil. Ég sé minn tíma koma með mestu hörmungum sem yfir þetta tré hefur gengið alveg frá því sáð var til þess. Þá verða skuldaskil sem aldrei fyrr og ég veit bara ekki hvernig ég get afgreitt þetta allt saman. Verð sennilega að fá aðstoð frá einhverjum vönum svona ástandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.