
Fyrir þá sem ekki vita:
Tréið Ill-dragsíll. Er ekkert skylt tréinuYggdragsil Ill er vondur í merkingunni illur dragsill er samsetning úr enska orðinu drag sem getur þýtt að drattast, og sill er dregið úr franska orðinu sillage sem getur merkt fótspor. Samanber Marcher dans le sillage Sem sagt, vont er að drattast úr sporunum.

Hólmsteinn íkorni þeytist milli greina og nemur slúður til að flytja Dabba sem nú situr á eftirlitsgreininni hátt uppí tréinu. Hólmsteinn segir fuglarnir í tréinu eru orðnir órólegir, sérstaklega þessir hag-fuglar og sumir viðskipta-fuglarnir líka. Þeir eru eitthvað að segja að við séum komnir með of miklar birgðir í önnur tré. Þeir segja að útrásarfuglarnir séu farnir að slá út á birgðirnar sem þeir hafa safnað í austurtrjánum. Dabbi snýr uppá sig þú segir það Hólmsteinn minn, það er bara ekkert að marka þessa hag-fugla það veit ég sko, þetta eru bjánafuglar sem þykjast vita eitthvað af því þeir lærðu prósentureikning í Súpergaggó eða í vestur trjánum eða eitthvað. En sumir eru bláir segir íkorninn. Eru þeir bláir í gegn eins og Haarde stofninn spyr Dabbi ? Það eru nú ekki margir svoleiðis segir Hólmsteinn þeir eru flestir í að græða ýmist hér í tréinu eða í austurtrjám þetta eru aðallega útrásarfuglar, en það eru nokkrir grænir innanum bætir svo íkorninn við. Hvað segja þeir bleiku og rauðu ? Þeir eru flestir snarvitlausir sérstaklega þeir rauðu, þeir bleiku virðast ýmist vera með eða á móti, snúast bara og vinglast fram og aftur. Akkúrat tautar Dabbi þá er víst óþarfi að hafa áhyggjur. Má bjóða þér í glas Hólmsteinn minn ? Já takk vatn, þú veist þetta með bragðinu. Skál mikið er þetta hressandi eftir öll hlaupin um tréið. Nú þurfum við bara að matbúa einhverskonar frétt til að láta Árvak setja á pappír fyrir fugla trésins. Hólmsteinn minn þú finnur út úr því er það ekki ? Jú ætli það ekki segir íkorninn Hólmsteinn. En Hólmsteinn fréttin á að vera um efnahagsundur og vel heppnaða korn-og fræstjórnum mína, og að það sé engin hætta á ferðum. Bullið í hagfuglunum sé bara öfund út í stefnu mína í korn-og fræmálum, allt sem ég spáði hefur ræst fullkomlega. Við erum engum öðrum fuglum lík fyrir snilli í korn-og fræstjórnun, og þetta er allt mér að þakka, gleymdu ekki að láta Árvak geta þess í fréttinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
«
Síðasta færsla
|
Næsta færsla
»
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.