Kæra Valgerður.

Devil Bandit  

Óþverra fólk er að segja að þú hafir ásamt Dóra og Dabba gefið bankana tvo. Bölvuð vitleysa er þetta hjá þessu öfundarpakki. Auðvitað borguðu þeir Björgólfarnir Landsbankann. Ég veit ekki annað en Bjöggi hafi tekið helling af moný upp úr brjósvasanum og lét svo vin sinn slá nokkra aura í Búnaðarbankanum til að fullkomna kaupin. Allt annað er bara illkvittin lygi og ekkert annað. Þú hefur örugglega ekki staðið fyrir því að selja Óla og Finni Búnaðarbanksnn fyrir slikk, hvað þá að þú hafir vitað að þeir slóu Landsbankann um lítilræði til að þú fengir moný í ríkissjóðinn. Hvað þá að þú hafir gleymt að láta skrúfa frá heitavatninu á vellinum. Bölvaður kommúnista áróður og eitur tungur. Þetta frost á vellinum kostaði bara nokkrar millur eða tugi milla, segja þessar illu tungur. Vonandi gengur búskapurinn hjá þér fyrir norðan betur en ríkisbúskapurinn hans Grímsa. Það kæmi mér ekki á óvart að þér elsku Gerða mín yrðir fyrir aðkasti þessara skúrka, ef til vill sletta þeir málningu á rollurnar þínar, hver veit. Vona að þeir beri gæfu til að hafa hana græna, rautt passar einhvernvegin ekki í sveitinni.

Elsku Gerða mín hafðu það sem allara best.

Þín vinkona Magnea


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Gaman að lesa bréfin frá Magneu.... sérstaklega um 259 sjónvörp í skúffum. 

Anna Einarsdóttir, 3.9.2009 kl. 13:17

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sælir.

Við skulum ekki gleyma því að í hátt í 2 ár áður en stofnfjárhlutir Kaupþings og Landsbanka voru seldir þá gat bæði síðueigandi og ég sem aðrir keypt hlutabréf í þessum bönkum. Það skrítna var nú að daginn fyrir t.d. kaup Bjöggabófanna á Landsbankanum þá gátum við Jónarnir keypt hvert hlutabréf í bankanum á lægra verði en þeir guldu fyrir hvert hlutabréf þegar þeir keyptu 43 eða 47 prósentin í bankanum ! Af hverju tala menn um gjafir í því samhengi, það skil ég seint. Hafi verið um gjafir að ræða þá voru þær á bréfunum til okkar venjulegu Jónanna en ekki þeirra sem hærra verð urðu að gjalda.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.9.2009 kl. 14:18

3 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Munurinn er meðal annars fólginn í því að við Jónarnir þurftum að reiða fram peninga, en feðgarnir fengu lán fyrir stórum hluta þess sem þeyr keyptu fyrir. Lán á kjörum sem við Jónarnir gætum ekki látið okkur dreyma um að fá. Svo eru þessi lán ekki greidd ennþá og verða sennilega aldrei greidd. En snilldin fellst m.a. í því að arðurinn til feðganna fór eftir bókfærðri eing þeirra og var greiddur í peningum. Tær snilld

Ragnar L Benediktsson, 3.9.2009 kl. 14:44

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þeir fengu lá hjá annarri lánastofnun fyrir um þriðjungi upphæðarinnar ef ég man rétt. Þannig fékk ríkissjóður/skattgreiðendur fullt uppsett verð. Þannig urðu þeir eins og við Jónarnir að reiða fram peninga við kaupin. Þetta eru einfaldlega staðreyndirnar. Þeir reiddu fram peninga og guldu hærra verð á hvert hlutabréf en við J'onarnir vorum að greiða daginn áður.

Hitt er annar handleggur hvort þeir eru borgunarmenn á þessu. Það mun nú vera persónuleg ábyrgð beggja Bjöggabófanna á láninu hjá Kaupþingi gamla. Eftir að sá eldri Bjögginn gerðist "gjaldþrota" þá verður sá yngri að taka alla ábyrgðina.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.9.2009 kl. 14:57

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er ekki hægt að bera saman kaup hins almenna Jóns og þeirra sem eignuðust síðan meirihluta í bönkunum með skelfilegum afleiðingum.

MeðalJóninn fékk ekki vaxtalaus kúlulán sem síðan voru felld niður.... eða aðra lánafyrirgreiðslu yfirhöfuð, umfram hvern annan. 

Og ég skil ekki að fólk sé að verja þá sem RÚSTUÐU ÍSLANDI

Anna Einarsdóttir, 3.9.2009 kl. 16:05

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er ekki verið að verja þessa bófa. Heldur verðum við að skoða málin eins og þau raunverulega voru, ekki skálda- þá erum við engu skárri en bófarnir.

Eftir stendur að ríkissjóður/skattgreiðendur fengu fullt verð fyrir hlutinn. Síðan hafa erlendir kröfuhafar Kaupþings sennilega tapað einhverju á því láni sem þeir fengu fyrir þriðjungi kaupverðsins.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.9.2009 kl. 17:07

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Nú er ég ósammála.  Landsbanka"lúðarnir" voru ekki einu sinni búnir að greiða fyrir bankann !  Þeir hafa tekið marg-margfalt kaupverðið út úr bankanum en höfðu ekki einu sinni dug í sér til að greiða hann að fullu.  Óskammfeilninni eru engin takmörk sett........

...... finnst mér.

Anna Einarsdóttir, 3.9.2009 kl. 17:40

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sama hvað þú segir þá fékk ríkissjóður/skattgreiðendur bankann greiddan að fullu. Það breytist ekki þó þeir hafi tekið þriðjung greiðslunnar að láni annars staðar frá.

Ef þú kaupir bíl í Heklu og færð lánaðan pening hjá pabba þínum til að ná að greiða alla upphæðina þar sem þig skortir þriðjung upp á upphæðina, þá skuldar þú ekki Heklu lengur neitt fyrir bílinn. Þú skuldar pabba þínum þriðjunginn af verðinu en ekki bílasölunni.

Sama á við hér með seljandann ríkissjóð/skattgreiðendur í hlutverki Heklu en Kaupþing í hlutverki pabba þíns.

ERGO : Þeir skulda ekki ríkissjóði/skattgreiðendum þriðjung kaupverðsins þar sem það var greitt seljandanum í upphafi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.9.2009 kl. 21:57

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

En þeir fara fram á að fá lánið niðurfellt og fái þeir það,  þá lendir það á ríkissjóði/skattgreiðendum.

Anna Einarsdóttir, 3.9.2009 kl. 22:31

10 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Það er ekkert víst, þar sem áhöld eru um það hvort það komi í hlut nýja eða gamla Kaupþings að innheimta það. Það er búið að gefa út yfirlýsingu um að það fáist engin niðurfelling á því og hafin er innheimta á efndum þeirrar skuldar. Hún er tryggð persónulega af feðgunum, nú einungis þeim yngri.

Þá er kröfuhafi gamla Kaupþings, sá sem lánaði Kaupþingi til að geta lánað feðgunum, búinn að afskrifa stóran hluta kröfunnar og er því nýja bankanum ekki dýrt að tapa þessu, ef til kemur. Sennilega er yngri Bjögginn það vel eignum hlaðinn að hann fer ekki að gera sig gjaldþrota út af þessu. Þá eru kröfuhafarnir að eignast nýkja Kaupþing þessa dagana hvort eð er þannig að höfuðverkurinn verður á endanum hvort eð er þessara erlendu kröfuhafa.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 3.9.2009 kl. 23:41

11 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Ríkissjóður fékk fullt verð segir þú. Ég segi íhalds og framsóknar-glæponar fengu sitt hvorn bankann á verði sem engum Jóni hefði verið boðið. Þar fyrir utan fékk ríkissjóður ekki það verð sem upp var sett frá kaupendunum heldur að miklu leiti frá þessum tveimur bönkum gegnum krosslán kaupendanna. Nú erum við Jónarnir að fá reikninginn. Ég gef ekki mikið fyrir þótt einhver lýsi sig gjaldþrota. Nóg er af tortúlum í heiminum.

Ragnar L Benediktsson, 4.9.2009 kl. 06:40

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er með ólíkindum. Hvað af greiðslunni skiljið þið ekki ?

  1. Ríkissjóður/skattgreiðendur fengu fullt verð í peningum. Það er staðreynd sem þið getið vafalaust fengið staðfest hjá fjársýslu ríkisins ef þið viljið hrekja þetta eitthvað.
  2. Hlutabréf í Landsbankanum voru á lægra verði en Bjöggabófarnir greiddu fyrir síðar. Þannig má frekar segja að við meðaljónarnir sem keyptu fram að því hafi fengið bankann á gjafverði, en Bjöggabófarnir guldu hærra verð. Þetta getið þið flett upp á hjá Kauphöllinni og verðbréfasöludeildum bankanna til að fá upplýsingar.
  3. Við Jónarnir erum ekki að fá reikninginn. Hvar er verið að vísa honum á okkur ?
  4. Sammála. Ég hef ekki mikla trú á að eldri Bjögginn sé orðinn reiðufjárlaus. Líkur benda til þess að hann eigi varasjóði sem ekki eru fyrir skattaugum.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.9.2009 kl. 10:01

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Af hverju getur þú ekki komið fram undir nafni.... Predikari ?

Kannski heitir þú Björgólfur, Hreiðar, Sigurður eða Kjartan.... hvað veit ég..... en allavega er Icesave reikningurinn kominn í hausinn á okkur..... sama hvað þú segir og þar með hefur sala bankanna reynst okkur dýrkeyptari en nokkur önnur aðgerð stjórnvalda frá upphafi.  Og þau stjórnvöld heita Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur.

Anna Einarsdóttir, 4.9.2009 kl. 10:55

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Icesave er að koma í hausinn á skattgreiðendum illu heilli.

Það er ekki Sjálfstæðisflokki eða Framsóknarflokki að kenna. Ekki heldu Björgvini bankamálaráðherra Samfylkingar heldur.

  1. Það er um að kenna glæpamönnum sem stjórnuðu bönkunum.
  2. Það er í framhaldi þess um að kenna vesalingum í núverandi ríkisstjórn sem lyppast niður fyrir kröfum nýlenduherrana í Bretlandi og Hollandi og ætluðu að afgreiða umyrðalaust 100% allar kröfur þeirra í stað þess að standa á rétti okkar samkvæmt lögum ESB og EES sem segja að skattgreiðendur eiga ekki að greiða
  3. Samkvæmt lið 2 þá er ljóst að skattgreiðendur eru að fá ólögmætan reikning í boði Samfylkingar og Vinstri grænna, þó með fyrirvörum sem knúnir voru í gegn af Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Borgaraflokki. Þessi reikningur í boði SF og VG getur numið 2-3 milljónum króna á hvert mannsbarn á Íslandi. Hjartans þakkir Jóhanna og Steingrímur eða hvað ? Hver er glæponinn ? Ég segi auvirðilegir stjónmálamenn í ríkisstjórn sem stóðu ekki á lögvörðum hagfsmunum þjóðar sinnar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.9.2009 kl. 11:21

15 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er alveg sama hvað þú predikar vel og lengi..... þér tekst ekki að lýsa Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk saklausa af ástandinu í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn var jú við stjórn landsins í tvo áratugi fram að hruni.

En ég er búin að sjá að það þýðir ekkert að rökræða við þig svo ég er hætt.

Takk fyrir afnotin af síðunni þinni Ragnar. 

Anna Einarsdóttir, 4.9.2009 kl. 11:59

16 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Anna, rökræður þýða að færð séu rök fram en það hefur þú látið hjá líða að setja fram. Þú heldur þig við alhæfingar og upphrópanir. Þær sem þú færir fram gera það að mann er farið að renna í grun að þú sért VG eða SF maður ? Þú passar vel upp á að minnast þess að Björgvin bankamálaráðherra er og var í SF.

Systurflokkur SF í Bretlandi : Verkamannaflokkurinn var við stjórnartaumana um áratugi fram að hruni. Þeir áttu ekki, frekar en Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokkurinn, Samfylking né Vinstri græn sök á hinni alþjóðlegu fjármála- og bankakreppu. GROW UP og hættu í slagorðunum. Skoðaðu orsakir og afleiðingar þessa hruns bankakerfisins heimsins. Hérna á Íslandi varð það verra en víða annars staðar vegna ástæðna sem ég hef talið upp fyrr, þ.e. vegna glæpsamlegra ákvarðana innan bankanna og flokkarnir hérna geta né gátu ekki ráðið við það að þeir óþokkar færu þannig fram ásamt geislaBAUGSfeðgum og slíkum. 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.9.2009 kl. 12:15

17 Smámynd: Ragnar L Benediktsson

Mín er ánægjan Anna

Ragnar L Benediktsson, 4.9.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband