3.9.2009 | 14:31
Kæri Illugi.
Það er ekki að spyrja að pupulnum, þeir vilja kalla þig illhuga, mér blöskrar bara, og út af hverju ég bara spyr ? Sjóður níu eða tíu hvað með það ? Þarf endilega að velta sér upp úr þessum sjóðum ? Nokkrir milljarðar til eða frá, hvða máli skipta þeir ? Ekki ætla þessir plebbar að borga þetta hvort sem er. Það er bara ekkert við því að segja þótt einhverjir tapi, bara ef þú tapar ekki líka. Auðvitað kemur ríkið til hjálpar, þú ert nú einu sinni á þingi. Til þess eru þingmenn að hjálpa hverjir öðrum. Elsku Illi minn ég trúi bara engu misjöfnu sem sagt er um þig og hananú.
Mér finnst þú eigir að halda áfram að skamma Steingrím og Jóhönnu fyrir bankahrunið sem þú og vinir þínir hjálpuðuð til með. Það er ekki einleikið hvernig þau skötuhjúin ætla að fara með okkur almúgann. Bara setja drápsklyfjar á okkur og börnin okkar og jafnvel baranabörnin líka, sveiattan. Auðvitað er ekkert af þessu ykkur gæsalappa" að kenna ykkur var sagt að allt væri í stakasta lagi, bæði af Jónsa í Bónus og Lalla í bankanum. Hvernig áttir þú elsku drengurinn minn að vita annað ? Nei mér finnst komin tími til að Óli bóndi á Bessó láti setja fjölmiðlalög sem banna skammir út í þig, gæsalappa og ykkar flokksfélaga. Það mætti svo vera með staðlaðar skammir út í Steingrím og Jóhönnu sem Mogginn birti daglega, ég tala nú ekki um ef Palli á ruv læsi þær í kvöldfréttatúmum svona einu sinni eða tvisvar í hverjum fréttatíma. Svo finnst mér líka að pupullinn eigi að haga sér og hætta að skammast út í ykkur, þeim væri nær að borga, þetta pakk ég segi það bara.
Illi minn ég skrifa þér meira við tækifæri, mér sýnist Jónas í eftirlitinu vera að koma upp tröppurnar hjá mér.
Bestu kveðjur
Magnea
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.